Blanda - 01.01.1928, Page 22
var mér sagt, að prestur hefði komið hlandvotur
inn í baðstofuna að framan. Um föstuinnganginn
fór Þorsteinn upp í Fljótsdal með bréf til móður
minnar frá mér, hvar eg bað hana að láta mig
koma upp yfir með Þorsteini, sem mundi halda
krossmessuna um páskana. Hann tepptist vegna
óveðra til miðföstu, en kom þá með bréf til prests,
að hann skyldi láta mig fara með Þorsteini. Varö
þá lítið um lærdóm minh úr því, og var farið að
búa mér til reisuskrúða minn, og það fyrst mórauð
haustullar peysa, gróf og einföld. hvít haustullar
nærpeysa og brók og mórauðir sokkar, allt ein-
falt og illa tætt. Þegar eg sá fötin, bað eg um að
láta mig fara til kirkju i þeim á páskunum, en
það varð ekki. Prestur fór til kirkju á föstudaginn
langa. Þegar hans var heim von lá mikið vel á mér.
Lagöi eg þá grundvöll til turnsins Babel upp á há-
palli yfir baðstofudyrum. Til undirstöðu hafði eg
7 hlandkoppa fulla, en þá prestur kom í dyrnar
vildi svo illa til, að turninn hrapaði með öllu in-
ventario ofan í höfuð á mági mínum, en eg var
aö kveða Vinaspegil, þar sem stendur: „Sáttabikar
okkar er, ádrykkjuna þigg af mér“. Hann gekk upp
i húsið að fara úr fötunum og sagði um leið og
hann gekk upp hjá: „Þú ert að búa þig á stað,
Mangi litli.“ Eg sagði: „Betur það væri svo vel.“
Ekki töluðum við meira saman fyrr en á annan
um kveldið. Þá sagði hann mér að reka hesta út
á kvíarnar; en hundar fóru í hestana, svo einn
datt. Sagði hann, þetta væri seinasta flaggið mitt
hjá sér, að beinbrjóta hestinn, og gaf mér nokk-
ur kjaptshögg, svo þetta var það seinasta okkar á
milli. Þegar eg kom inn, sagði eg Þorsteini frá
þessu og bað hann að fara á stað um nóttina.
Hann sagði eg þyrfti að kveðja mág minn og syst-