Blanda - 01.01.1928, Page 25
i9
sláttinn höföu stúlkurnar að morgni hálft soö-
brauösdeig og vökvun, en aö kveldi að eins vökv-
un. En piltarnir fengu heilt deig og vökvun að
morgni. Eitthvert sinn leit prestur á matinn, sem
kona hans var að skammta að morgni dags, og sá
að Valgerður fékk að eins hálft deig og vökvun.
Þá mælti hann: „Finnst þér nú vera of mikið, þó
hún Valgerður fái heilt deig, þegar hún gengur
alveg að verki með piltunum ?“ „Það er nú líklega
ekki,“ sagöi kona hans. Síðan fékk Valgerður heilt
deig. Valgerður var i húsmennsku á Bakka síðasta
árið sem hún var þar. Þá var það eitt sinn, að
Bergljót var að sýna henni ýmislegt úr kistu sinni,
þar á meðal 3 hálsklúta fallega. Valgeröur átti
engan klútinn. Þegar Bergljót var að láta muni
sína niður aptur, kom prestur að og segir: „Rétt
held eg væri nú, að gefa henni Valgerði einn þennan
klút; svo vel og dyggilega hefur hún unnið okk-
ur.“ Bergljót svaraði: „Það getur nú verið, að þaö
væri rétt, en þar fyrir geri eg það ekki.“ Og Val-
gerður fór klútlaus.
Þess er rétt að minnast, að móðuharðindin voru
nýlega um garö gengin, þegar séra Hjörleifur byrj-
nði búskap 1790, og að þá var enn mikil þröng'
meðal manna. Var þvi eölilegt, að svo væri allt
sparað, er mest mátti verða. Og þess gætti eigi
síður meðal þeirra, sem talsverð efni höfðu, en ann-
nra. Séra Hjörleifur var eflaust fátækur maður,
þegar hann byrjaði búskap, en hefur aö líkindum
fengið nokkur efni með konunni, þó varla svo, að
þau hafi ekki samt sem áður verið efnalítil fram-
an af búskapnum. En bæði hafa þau haft það af
ætterni sínu, að vilja verða vel sjálfstæð efnalega.
Þess vegna hafa þau talið sjálfsagt, að viðhafa
sparnað i öllum greinum og þar á meðal i öllum
2*