Blanda - 01.01.1928, Page 26
20
útlátum til vinnuhjúa sinna. Og þaö hafa þau víst
alltaf gert. Enda var á þeim tímum ætíð liægt fyr-
ir heldri heimili, aS fá nóg vinnufólk fyrir lítið
kaup, því að þótt vist væri þar ekki betri daglega
en á hinum fátækari heimilum, þá var þaS vísara,
aö vistin væri alltaf jöfn, og ekki þyrfti aS kvíSa
skorti neinn tíma árs. Eptir aS séra Hjörleifur kom
aS HjaltastaS (1800), var hjá honum vinnumaSur,
sem GuSmundur hét, mesti trúleiksmaSur; var hann
lengi hjá honum. Prestur galt honum í kaup einn
sauS fullorSinn á hverju hausti, en ráSlagSi hon-
um aS slátra honum og sjóSa hann i kæfu, og hafa
svo kæfuna til þess aS gæSa sér á, þegar hann
langaSi til. ÞaS jjótti GuSmundi snjallræSi, og
fór því þannig meS sauSinn. Þess verSur aS geta,
aS þó aS kaupiS væri ekki hátt á þessum tímum,
])á fengu hjú vinnuföt öll hjá húsbændum sínum
og þurftu eigi aS kaupa önnur föt en spariföt;
og þar sem tízkan hafSi lítiS aS segja hér á þeirn
árum, þá entust sparifötin lengi, stundum meiri
hluta fullorSinsáranna.
ÞaS, sem nú var sagt um GuSmund, gerSist aS
vísu eptir 1800, en eigi mun minni sparnaSur hafa
veriS hafSur áSur, fyrst eptir móSuharSindin, bæSi i
útlátum fæSis og fata. ÞaS er því, ef til vill, ekki
mikiS ofhermt í sögu Magnúsar um viSurgeming-
inn á Bakka mn og eptir 1790, þó að gremja hans
viS prest sé mikil.
VoriS 1793 hefur Magnús fariS frá séra Hjör-
leifi, heim til móSur sinnar. Lengra nær ekki æfi-
saga hans, því miSur. HefSi þó veriS mjög fróS-
legt aS heyra hann segja sögu sína til enda, svo
breytileg sem hún hefur veriS.
VoriS 1794 var hann fermdur á ValþjófsstaS.
En siðan er lengi ekki hægt aS rekja æfiferil hans