Blanda - 01.01.1928, Page 27
21
eptir kirkjubókum, því hans er ekki geti'ö í þeim
síöan, fyrr en 1816. Veröur því aö ööru leyti aö
styöjast mest viö alþýðusagnir um hann.
Helzta sögusögnin, sem eg þekki um Magnús, er
í handriti eptir Pétur Sveinsson frá Bessastöðum
í Fljótsdal, Pálssonar, Þorsteinssonar á Melum,
Jónssonar. Sá Pétur Magnús aldraðan og mundi
vel eptir honum, og hafði heyrt margar sagnir um
hann. í handriti þessu (sem nú er í eign Dr. Hann-
esar Þorsteinssonar, þjóðskjalavaröar) segir Pét-
ur meðal annars um Magnús: „Það bryddi snemma
á stríðum geðsmunum hjá honurn, svo að foreldrar
hans gátu lítt ráðið við hann, til að koma honum
til nokkurrar menningar, og varð þó vart við nóg-
ar námsgáfur hjá honum, og ekki vantaði hirting-
ar og aga á þeim dögum. Varð hann því verri við-
tireignar, sem ver var farið með hann.“ Var þetta
eflaust álit almennings á Magnúsi ungum. Annars
eru sagnir Péturs um Magnús að ýmsu leyti rang-
ar. Hann virðist ekki hafa vitað, eða athugað, að
Magnús missti föður sinn ungur. Mann minnist ekk-
ert á veru hans hjá séra Hjörleifi, en telur hann
hafa verið hjá séra Vigfúsi Ormssyni og reynzt
þar „latur og óhlýðinn“ og prestur hafi „engu tauti
komið við hann“. Veizluspjöllin, sem Magnús seg-
ist hafa gert í brúökaupsveizlu séra Pljörleifs og
Bergljótar, systur sinnar, telur Pétur hafa átt sér
stað, þegar Guttormur bróðir hans kvæntist Mar-
gréti, dóttur séra Vigfúsar Ormssonar, en það var
9- júní 1808, og þá var Magnús erlendis. Pétur
segir einnig ööruvísi frá veizluspjöllunum.
Eptir ferminguna hverfur Magnús úr kirkjubók-
um Valþjófsstaðar, og hefir þá eflaust farið til út-
landa. En með hverjum atvikum það hefur orðið.
er ekki nægilega kunnugt. Sumir hafa sagt, að hann