Blanda - 01.01.1928, Page 28
22
hafi strokiö með skipi. Pétur Sveinsson segir. að
..fólki hans hafi koniið saman um, að senda hann
til Kauppmannahafnar, til að vita, hvort hann gæti
ekkert lagazt ])ar. og hafi að líkindum einhver
landi lians þar verið beðinn að sjá um hann“. Æfi-
sögubrot Magnúsar nær ekki svo langt, að hann
geti um orsök til utanfarar sinnar. En þegar hann
segir frá för sinni og systur sinnar út i „dugguna"
á Borgarfirði 1792, og er að harma það, að boð
skipstjórans, að taka hann með sér þá og gera hann
að erfingja sínum. skyldi ekki vera þegið, segir
hann: ,,hvað mér mundi hafa verið mun betra,
en verða útskrifaður 3 árum seinna á Austind-
iska klettinn nakinn og matarlaus"1). Þessi útskrif-
un hefði átt að eiga sér stað 1795. En það er sama
árið, sem hann hverfur úr manntalsbók Valþjófs-
staðar. Það er ekki glöggt, hvað Magnús á við með
„Austindiska klettinum“, en liklegast er, að það
liafi verið skip, sem hann kallar svo. Varla mun
mega skilja það bókstaflega. En hvað sem um það
er, þá virðist auðsætt, að hann hafi talið það illa
ráðstöfuna, að útskrifa sig á þann klett. nakinn
og matarlausan, hver, sem það hefur gert.
Það eitt er víst, að til Kaupmannahafnar komst
liann og dvaldi þar mörg ár. En um veru hans
þar er fátt kunnugt hér. Pétur Sveinsson segir.
að hann hafi verið þar þegar „skírdagsslagurinn"
varð, og þótt ganga þar vel fram. Almennt hef eg
heyrt sagt, að hann hafi verið í hernum og þótt
röskur vel. Hið áreiðanlegasta, sem hér verður vit-
að um hann í Höfn, er það, að Guttormur prófast-
ur Þorsteinsson á Hofi. systrungur hans, kallar
1) Á öðrum staðnum „matarlaus", á öðrum „klæðlaus".