Blanda - 01.01.1928, Page 33
27
i'éttara, aö geyma hann, þangaö til hann kynni
að þurfa sérstaklega á aö halda. Liklegt er, aö séra
Guttormur bróöir hans, hafi fengiö honum eitthvert
fé, til að byrja búskap meö í Stóru-Breiðuvíkur-
hjáleigu, þegar hann kom hingaö til lands aptur.
En ekki hefur þaö enzt vel, því aö helzt lítur út
fyrir, aö hann hafi flutt að Húsum 1S18 sem hálf-
geröur fjárþrotamaður. Má vera, að séra \rigfús
Ormsson hafi þá átt að miðla honum einhverju til
framfæris, og látið hann fá einhverja fjármuni
smátt og smátt, meðan hann var í Fljótsdal. En
ekkert er kunnugt um það. Hafi það nokkuð ver-
ið, þá hefur Magnúsi þótt ]iað litið, og verst Hggja
honum jafnan orð í hans garð. Magnús var hag-
mæltur, og kvað hann eitt sinn grafskript yfir séra
Vigfús, meðan hann lifði, ekki mjög vingjarnlega.
Hún var svona:
Kámugur Fljótsdals kúgarinn
kominn er innst í Niflheiminn.
Hann svrgja engir hér í sveit,
hans sakna fáir, það eg veit.
Hann svelgdi ekkna herleg bú:
hann grætti auma. Búið er nú.
Magnús hefur eflaust álitiö, að bú móður sinnar
hafi lent að of miklu leyti til lians, þegar hún
flutti til hans 1801, og að því lúti sér í lagi orðin
..Hann svelgdi ekkna herleg bú“, í grafskriptinni.
Annars hef eg ekki heyrt um slíkan yfirgang af
hendi séra Vigfúsar, sem vísan bendir til. þó að
hann þætti féglöggur. Ekki gerði Magnús enda-
sleppt að minnast hans, því þegar hann dó 1841,
segir Pétur Sveinsson að hann hafi ort:
í floti dauður farinn er
Fúsi prestur blindi.