Blanda - 01.01.1928, Síða 34
28
í Fljótsdalnum þá fáum vér
friðinn sátt og yndi.
Séra Vigfús bjó síöustu ár æfi sinnar á Arnheiö-
arstööum og dó þar blindur og karlægur 1841, 90
ára gamall. Ekki er ólíklegt, aö Magnús hafi flutt
til Vopnafjarðar af þeirri orsök, að Guttormur
prófastur á Hofi hafi þá átt aö veita honum eitt-
hvert fjárhagslegt liðsinni, en Magnúsi ekki þótt
mikiö til þess koma. Annars eru þetta tilgátur ein-
ar, þó ekki sé þær ósennilegar.
En hvað sem réttast kann aö vera um arf Magn-
úsar að segja, þá er það eitt víst, að h a n n þótt-
ist lítið fá af honum, og taldi sig beittan miklum
rangindum, að því er hann snerti, og var óhlífinn í
orðum við þá, er að því máli stóöu, og skapraun-
aði þeim, eins og hann gat, er hann kenndi helzt
þau rangindi. Eru ýmsar sögur til um það.
Þegar einhverjir af hinum heldri ættmennum
hans,er honum var eitthvað kalt tiþgiptust, sat hann
um að komast í brúðkaupsveizluna, og gera þar
einhver spjöll þeim til skapraunar. Þannig var það,
þegar Guttormur stúdent, sonur séra Vigfúsar
Ormssonar kvæntist. Þá kom Magnús til veizlunn-
ar. Guttormur vissi, aö mörgum veizlugestum þótti
það mjög leitt, ef hann yrði þar. Hann tók því
Magnús afsíðis, gaf honum spesíu og brennivíns-
kút, og bað hann að gera það fyrir sig, að fara
burtu, þvi að ýmsum þætti miður, að hann væri
þar. Magnús kvaðst skyldu verða við bón hans,
fyrst hann færi svo vel að sér, þáði gjöf hans og
för. Spesía mun þá hafa verið hér um bil ærverð.
Eitt sinn var hann við kirkju í Vallanesi, og vár
þar margt fólk. Eptir messu stóð fjöldi manna á
hlaði og voru menn að skrafa saman, og var klið-
111- talsverður á hlaðinu. Magnús stóð þar meðaí