Blanda - 01.01.1928, Page 35
29
annara. iJar átti og aö haía veriS stödd Ingunn á
EyjólfsstöSum, dóttir séra Vigfúsar Ormssonar. Allt
í einu segir Magnús hátt: „Þey, þey, hvaSa hljóS
er þetta?“ Allur kliSur á hlaSinu hvarf þegar og
varS steinþögn, allir fóru aS hlusta, og Magnús
meS. Enginn heyrSi neitt óvanalegt. Þá segir Magn-
ús. „Já, já, þaS er þá þetta hljóS. Eg ætti aS kann-
ast viS þaS. ÞaS er gamagauliS í vinnuhjúunum á
Eyjólfsstö8um.“ OrS lá á, aS viSurgerningur viS
vinnuhjú þar væri ekki sem beztur. Mun Magnúsi
heldur ekki hafa þótt Ingunn örlát viS síg. Kall-
aSi hann hana í .einum kviSlingi sínum ,,eiturnál“,
en Margréti systur hennar í Vallanesi „blessaSa
sál“.
Fleiri slíkar sögur gengu um skapraunayrSi hans
viS þá, er honum var eitthvaS gramt í geSi viS.
Ekki hef eg heyrt annaS,en aS stórbrotalaust hafi
veriS milli Maguúsar og síSari konu hans, Jó-
hönnu, á Brimhorni. Þó hefur líklega stundum
hvesst nokkuS milli þeirra, en veriS gott á milli.
Bendir þaS til þess, aS stundum kallaSi hann kot-
iS „Paradís“ en stundum „Horngrýti“ eptir þvi, sem
á honum lá. Opt báSu sveitamenn þau aS geyma
ýmislegt fyrir sig, þegar þeir komu í kaupstaS, og
urSu aS skilja eitthvaS eptir, sem þeir gátu þá ekki
flutt. UrSu ætíS beztu skil á því. Eitthvert sinn
baS Snorri GuSmundsson i FossgerSi á Jökuldal
Magnús aS geyma fyrir sig mjölhálftunnu, sem
hann gat ekki flutt aS því sinni. Þegar hann kont
næst og ætlaSi aS taka hálftunnuna, finnur Magnús
hana ekki strax. VarS hann þá æfur, margbölvaSi
og barSi saman hnefunum, og kvaSst skyldu drepa
þann andskotans þræl, sem stoliS hefSi hálftunn-
unni, ef hann gæti haft upp á honum. Jóhanna
heyrSi hávaSann, kom út og segir: „Því læturSu