Blanda - 01.01.1928, Side 36
30
svona, Magnús niinn, hálftunnan er í kofanum,
komdu og sjáSu hana.“ Þá datt allur hávaði niður
og Magnús varö hinn kátasti.
Þessa sögai sagði Snorri sjálfur Pétri Sveinssyni;
átti hann systur Péturs.
Pétur Sveinsson segir frá því, að Magnús hafi
eitt sinn, milli 1830 og 1840, komið að Þorgerðar-
stöðum í Fljótsdal. Þar bjó þá Pétur Pálsson, Þor-
steinssonar á Melum, föðurbróðir og fóstri Péturs
Sveinssonar. Kom Magnús til að hitta Pál föður
Péturs bónda, er þar var þá gamall. Voru þeir
gamlir góðvinir, og kallaði Magnús hann „pápa“
sinn. Þá var Pétur Sveinsson milli fermingar og
tvítugs, er Magnús kom, og hafði aldrei séð hann
áður, svo hann myndi til. Segir Pétur svo frá þvi,
er hann sá hann þá: „Mér þótti Magnús nokkuð
mikilfenglegur maður, þegar hann kom upp á bað-
stofuloptiö. Hann var vel meðalmaður á vöxt og
vel gildur eptir því. Stórt höfuð, breiðleitur, með
stór augu, gráleit, lubbahár mikið, en lítið skeggj-
aður, nema á höku; upp eptir vöngum var aðeins
hýungur." A öðrum stað segir Pétur, að Magnús
hafi haft svo sterkan róm og háan, að hann hefði
aldrei slikan róm heyrt. Þorsteinn Þorsteinsson frá
Melum, afabróðir Péturs, var við trésmíðanám í
Kaupmannahöfn, þegar Magnús var þar. Sagði
hann Pétri, að „það hefði mátt einu gilda, hvar
Magnús hefði komið út á götu i Höfn á morgn-
ana; rómur hans hefði tekið þar yfir alla.“ Pétur
segir svo ennfremur frá Magnúsi, er hann kom
inn í baðstofuna á Þorgerðarstöðum: „Hann var
í stórum frakka, sem náði ofan á hné og tók upp
úr frakkavösunum 3 tíkarhvolpa lifandi, því að
hann reiddi jafnaðarlega með sér tíkur af útlendu
hundakyni, sem hann kallaði allar „Lummur", og