Blanda - 01.01.1928, Page 38
32
sagði honum, að Magnús Pálsson heföi drukknað
i Gilsá. Plann hef'ði konii'ð til sín þá um morgnn-
inn snennna, og beðið sig um fylgd út að ánni, en
hann hefði sagt honum, að áin væri ófær, því hún
væri í hraðavexti, svo væri enginn vinnumanna
sinna heima, þeir væru allir i smalamennsku og
hestar allir austur á Gilsárdal. Kvaðst hann hafa
boðið honum að vera og biða þess, að vinnumenn
sínir kæmu heim, en hann hafði ekki fengizt til
þess. Gamall karl var heima hjá Einari, Kristján
að nafni, kallaður „skessubani". Bað Einar hann
að ganga nieð Magnúsi út að ánni og sýna honum,
livar hún væri riðin. Síðan fóru þeir út að ánni og
sagði Kristján honum, að áin mundi óreið, en það
tjáði ekki. Magnús hýddi i ána og fór hesturinn
þegar á sund og Magnús af honum í ána, og svo
tók fljótið strax við. Kristján sá hann dálitla stund
á floti, en svo hvarf hann með öllu. Hann hafði
stóran þverpoka undir sér á hestinum, lausan, full-
an af ull og tólg, sem honum hafði verið gefið. Þar
var og 120 kr.1) virði í gulli og silfri, er Einar
bóndi Einarsson í Syðrivík, gullsmiður, átti. Var
hann vanur að senda smíðisgripi úr gulli og silfri
með Magnúsi til að selja, þegar hann var að ferð-
ast austur á Hérað, og urðu ætíð góð skil á því.
Þorsteinn Jónsson vefara, er síðar varð hrepp-
stjóri og bjó í Brekkugerði í Fljótsdal, leitaði heil-
an dag í fljótinu að Magnúsi, en fann ekki, og
aldrei kom þverpokinn til skila; hugðu menn þó,
að liann hefði hlotið að fljóta, þar sem mest var í
honum ull og tólg, enda þótt lítilræði væri í honum
af gulli og silfri.“
Þannig lauk æfi Magnúsar Pálssonar, þessa ein-
i) A líklega að vera „dala virði“.