Blanda - 01.01.1928, Page 40
34
poka undir hlööuveggnum. Gísla varö ek:ki bilt viö
og segir: „Góðan daginn, prófastur minn; þér eruð
snemma á fótum; viljið þér nú ekki gera svo vel,
að koma hérna og lypta á mig pokanum.“ Prófast-
ur gekk til hans og segir: „Þetta mátt þú nú ekki
gera, Gísli minn.“ Gísli svarar: „Lái mér það hver
sem vill, þó að eg láti ekki Langhúsakýr drepast,
meðan nóg er til í Valþjófsstaðarhlöðu.“ Prófast-
ur segir: „Ekki lái eg þér það, þó þú viljir bjarga
kúnum þínum. En þú átt ekki að fara svona að
því. Eg skal láta þig fá töðu með frjálsu móti,
meðan þú þarft, en ekki á þennan hátt.“ Síðan
lypti prófastur á hann pokanum og Gísli fór. Fékk
hann síðan töðu hjá prófasti, meðan hann þurfti, á
venjulegan hátt. Gísli kom sér annars vel, þvi að
hann var greiðamaður. En bragðvís þjófur þótti
hann, þótt aldrei næmi það miklu, sem hann stal.
Jóhanna ekkja Magnúsar Pálssonar bjó eptir
hann á Brimhorni til dauðadags, og þar dó hún
8. okt. 1875, talin 84 ára. En eptir því sem henni
er fyrst talinn aldur, hefði hún átt að vera orðin
88 ára.
Eins og sagt hefur verið, átti Magnús engin
böm meö konum sínum. En sú sögn gekk í Kaup-
mannahöfn, meöal eldri íslendinga þar um 1870, aö
hann hefði átt launson í Höfn, og hefði það verið
Hans Poulsen, faðir hinna nafnkunnu leikara Ernils
Poulsen og Ólafs Poulsen í Kaupmannahöfn. Hans
var fæddur I807-1)
1) Þá er eg dvaldi í Kaupmannahöfn 3 mánaða tíma í
hitteðfyrra (1926) ásetti eg mér að fá fulla vissu um, hvort
sögn þessi væri á rökum byggð eða ekki, og komst þá að
því, að hún er fjarstæða ein, því að föðurfaðir Emils
Poulsens var danskur, og enn á lífi á Fjóni um 1860. Það
sagði mér Robert Neiendam, leikari við konunglega leik-