Blanda - 01.01.1928, Page 41
35
III.
Eptir Jón jónsson lækni.
Hinn mikli sagnaþulur Sigfús Sigfússon frá
Eyvindará hefur safnaú ýmsum munnmælasögum
um Magnús Pálsson. Koma þær sennilega í hinu
stóra ritverki hans; er því ekki ástæða til aö
tilfæra þær allar hér, en þar sem þær á hinn bóg-
inn fylla út í þaö, sem séra Einar próf. Jónsson
hefur ritaö um Magnús, vil eg tilfæra hiö helzta.
Sigfús segir, að það hafi verið margra manna
mál, aö séra Vigfús Ormsson hafi fyrstur stungið
upp á því, aö hafa sömu aðferð viö Magnús, og
sagt er aö höfð hefði verið við æskuvin hans, Hans
Evertsson Wium, að koma honum utan og los-
ast svo við hann. Á þetta féllust svo venzlamenn
Magnúsar og loks Guttormur bróðir hans. Á Gutt-
ormur að hafa sagt bróður sínum, aö hann skyldi
fara utan og nema merk vísindi hjá frægum, merk-
um manni, vini sínum, mætti þetta verða hin mesta
gæfa fyrir hann, því hann væri gott mannsefni, ef
hann vildi sjálfur, sökum gáfna, karlmennsku og
aræðis, að hverju sem hann vildi snúa sér. Enn-
frernur að hann hefði falið hann á hönd skipstjóra
yfir hafið, til mikilsvirts vinar síns i Höfn. Þessu
tók Magnús vel, og tók sér far með verzlunarskipi
af Eskifirði. í hafi spurði skipstjóri Magnús, hvað
hann ætlaði fyrir sér, sagði Magnús honum það,
ert skipstjóri kannaðist þá ekki við að hafa verið
neitt beðinn fyrir hann, nema láta hann fá farið.
húsið, manna fróðastur um slíka hluti með Dönum, ogr
hefur meðal annars ritað ýtarlega æfisögu Emils Poulsens.
Hanncs Þorstcinsson.
3*