Blanda - 01.01.1928, Síða 42
36
Þegar til Hafnar kom, átti Magnús því til einskis
að víkja. Er haft eptir honum, aö hann hafi sí'S-
ar komizt aö því, að drög heföu veriS lögS til
þess, aS hann yrSi fluttur til Afríkustranda, svo
honum yrSi aldrei aptur útkomu auSiS. Þetta
kenndi hann séra Vigfúsi síðar. Haft er og eptir
Magnúsi, aö honum hafi runniS mjög til rifja um-
Jcomuleysi sitt, og falliö um stund í hugarvíl, er
hann var oröinn einn eptir niður við skip; en þá
ekki vitaö fyrr en þar svipast að honum Spærling
kaupmaSur úr VopnafirSi, er spurði ítarlega um
feröalag hans og aöstæSur. Er Magnús haföi gert
grein fyrir þessu, hræröist Spærling til meSaumkv-
unar og vorkenndi honum, sem ungíingi, að verSa
fyrir sliku og bauð honum hjálp sína. Fylgdi hann
honum síðan upp í borgina og fékk samastaS handa
honum. Magnús komst síöar í vist í svonefndu
,,klaustri“, þar sem fyrir voru 2 íslenzkir óreiöu-
menn, Marteinn og Ólafur, sem nefndur var „smá-
herra“, munu þeir hafa lagt stund á heræfingar,
því þegar í staS tók Magnús aS iöka þær og varS
fljótt vel ágengt, svo vel sem þær voru honum aS
skapi. Mun hann þá þegar hafa afráðiS, aö leita
æfintýra i hermennsku. Nú fór aS smálagast fyrir
Magnúsi, aS sagt er, þvi þarna í Höfn hitti hann
vin sinn Hans Wium. Var margt snoSlíkt meö
þeim, því Hans var skapríkur, hreinn og harSur
eins og ættin, urSu þeir Magnús upp frá þessu
tryggöavinir.
Sigfús segir ýmsar sögur af þátttöku Magnúsar
í hernaöi, sérstaklega skírdagsslagnum svonefnda
2. apríl 1801, en svo viröist sem sumar þær sagn-
ir geti betur átt viS ófriöinn 2.—5. sept. 1807, þeg-
ar Englendingar sátu um Kaupmannahöfn, og
skutu sprengikúlum á borgina og brenndu fjölda