Blanda - 01.01.1928, Side 44
38
verið í lifveröi konungs, þar stendur: „Svo trúr,
hugrakkur og reglufastur hermaöur Jjótti Magnús,
þrátt fyrir ýms afglöp, aö mælt er að hann kæin-
ist til fur'öu hárra virðinga í hernum, og sjálfur
kvaöst hann hafa verið í lífvarðarliöi konungs, og
var það aldrei rengt.“
Hafi Magnús farið utan 1795, það ár er hann
hverfur úr kirkjubók Valþjófsstaðarsóknar, hefur
hann verið á 16. árinu, og ef hann hefur komið
heim aptur 1S15, eins og séra Einar próf. Jónsson
telur sennilegt, hefur þetta verið 20 ára útlegð, og
eölilega margt breytt i átthögum hans á þeim langa
tíma. Að Magnús hafi verið i herþjónustu má
telja áreiðanlegt, þvi á þessum ófriðarárum voru
allir ungir menn teknir i herinn, og að Magnús
hafi gengið rösklega fram, eins ófyrirleitinn og
ofsafenginn og hann var, þarf enginn að efa.
Magnús var karlmenni og hinn hraustasti og brá
sér hvergi, þó hryðjusamt væri í kringum hann.
Má ætla, að Magnúsi hafi liðið sæmilega vel þessi
ófriðarár, en er ófriðnum létti, þurfti ekki á öllum
þessum hermönnum að halda lengur, og voru þeim
þá fengin friðsamleg störf, og þá hefur Magnús
sennilega orðið vaktari, eins og hann er skrifaður
i kirkjubókina á Hofi. Þá hefur hann og kvongazt
Dýrfinnu Jieirri, er hann frelsaði úr brunanum.
Frá móður minni hef eg þá sögn, að Dýrfinna
hafi verið hjá manni, er stundaði hundarækt, og
jafnvel siálf fengizt við það starf eptir að hún tók
saman við Magnús. Hefur það sennilega verið all-
arðvænleg atvinna á þeim árum, þvi það var tízka
á þeim tímum, að hefðarfrúr og heimasætur hefðu
kjöltuhunda sér til dægrastyttingar og drægi þá
i festi á eptir sér, hvert sem þær fóru. Þennan sið
vildi Magnús innleiða hér, og þvi var hann ætíö