Blanda - 01.01.1928, Page 49
43
Kýmilega konan fór,
klofi'ö setti hún upp í lopt.
Hún viö sína sálu sór,
svona skyldi ei fara opt.
Sagt var, aö hún hafi drukkiö meö honum, og
veriö orðin hnýtt og bækluö eptir átök þeirra, þeg-
ar svo stóÖ á.
Allar þessar sagnir hef eg tekið eptir Sigfúsi,
þó eg hafi heyrt sumar þeirra áður.
Þegar eg kom í Vopnafjörð 1897 sagöi Gísli
Gíslason bóndi á Vindfelli mér, aö hann hefði feng-
ið eptir móður sína Guöbjörgu eitthvert skjal, sem
Magnús hefði átt og kallað verndarbréfið sitt.
Kvaðst hann hafa sýnt það Vigfúsi borgara Sig-
fússyni, í þeirri von, að það væri einhvers virði
sem forngripur. Innti eg þá Vigfús eptir þessu,
og sagði hann mér, að hann hefði litiö snöggt á
skjal þetta, sem hefði verið með nafntákni Dana-
konungs og innsigli, og hefði sér skilizt, að það
væri einskonar passi, — líklega Generai-passi, en
gæti ekki sagt um það frekar, því hann hefði litið
svo á, að þetta mundi ekki férnætt, og sagt Gísla
það. Þegar eg síðar gisti á Vindfelli. ætlaði Gísli
að sýna mér bréf þetta, en hvernig sem hann leit-
aði fannst það hvergi, og hefur víst glatazt.
I Vopnafirði heyrði eg, að Magnús hefði opt vað-
ið inn fyrir búðarborð og bent á ýmsar vörur og
sagt: „í Höfn kostar þetta ekki nema svo eða
svo lítið, en hér er þetta selt okurverði“, og út-
húðað kaupmanninum. Er menn báðu hann að hafa
sig hægan, hafi hann sagt, að hann mætti að ó-
sekju skamma kaupmenn og embættismenn, því
hann hefði verndarbréf frá konungi, svo að þeir
gætu ekki gert sér neitt. Sigfús talar um, að Magn-
"s muni hafa haft eptirlaun; það hef eg aldrei