Blanda - 01.01.1928, Page 50
44
heyrt, og finnst mér margt mæla á móti því, aö svo
hafi veri'ö, aö minnsta kosti eptir að hann kom hér
til lands. Hitt hygg eg sönnu nær, sem eg hef
víða heyrt, aö bróöir hans hafi séð fyrir honum
að svo miklu leyti sem þess þurfti meö, og látiö
þá prestana sjá um aö hann sylti ekki, eptir þvi
hvar hann var i það sinnið. Eptir aö Magnús
flosnaði upp frá Stóru-Breiðavíkurhjáleigu hefur
þótt fullreynt, aö ekki hentaði aÖ fá honum sjálf-
um fé í hendur.
Annars var Magnús allra manna áreiöanleg-
astur í viðskiptum og skilríkastur, og tilfærir Sig-
fús þessa sögu, sem lýsir því, hve mikiö
traust menn báru til hans: „Eitt sinn seldi
Magnús jörö í Árnessýslu fyrir Pál sýslumann
Melsted á Ketilsstööum, tók hann við jarðarverö-
inu og hélt dustur aptur. A Arnarvatnsheiöi komu
aö honum þrír menn ríðandi; voru þeir vel klædd-
ir. Magnús spurði, hverjir þeir væru. Kvaöst einn
vera séra Jón Konráðsson aö Mælifelli, annar Jón
prestur Jónsson aö Miklabæ, þriðji Þorsteinn bóndi
að Hofsstöðum í Blönduhlíð. Vissi Maguús til-
veru þessara manna, en þekkti þá eigi. Þeir spurðu,
hverra erinda hann færi. Hann sagði satt um allt.
Síðan skildu þeir. En er Magnús hafði nokkra
stund riðið, komu hinir ókunnugu menn aptur í
för hans, og fóru leitandi á veginum. Sögðust þeir
hafa týnt peningasjóði, og spurðu, hvort Magnús
hefði eigi fundið hann. I-Iann neitaði því. Þeir
kváðust ekki trúa, og sögðu von, þótt hann játaði
eigi þegar, og heimtu að rannsaka plögg hans.
Hann kvað það til reiðu, því hann vissi sig sýkn-
an saka. Greip þá Þorsteinn jarðarverðiö og rétti
öðrunt prestinum, er sat á hestbaki, og spurði, hvort
það væri eigi þeirra sjóðúr. Prestur kvað þaö vera.