Blanda - 01.01.1928, Page 51
45
Sló hann hestinn sporum og hvarf skyndilega. En
þeir Magnús áttust lengi illt viö. En þó aS Magnús
væri haröfengur, voru hinir þa'ð líka, svo í bökk-
um barðist, en ekkert vannst á. Lauk svo þeirra
viðskiptum, að þeir hleyptu undan. Skildist Magn-
úsi þá, að þessir mundu hafa verið einskonar stiga-
menn. Reið hann að Mælifelli og sagði þar sog-
una. Þóttust menn sjá, að prestarnir hefðu verið
þeir Mála-Natan og Glímu-Bjax-ni, svo nefndur, og
Elís Oddsson, sá sem kallaðist Þorsteinn bóndi,
afar-harðfær maður. Hafði Natan hirt peningana.
Fékkst aldrei nein rétting þessa máls. Þóttist
Magnús enga jafnilla ferð íarið hafa.“
Af ritverkum Magnúsar þekki eg ekkei-t, nema
æfisögubrotið, sem því rniður er svo stutt, en þó
nógu langt til að sýna, að velfær hafi Magnús ver-
ið til að færa i letur æfintýri sín, þau er hann ef-
laust hefur ratað í á hinum mörgu ófriðarárum, er
hann dvaldi í Kaupmannahöfn. En i bók þá, er
æfisögubrotið er í, hefur hann einnig afritað Lax-
dælu, Rímur af Illuga Gríðarfóstra, Rímur af Arn-
Ijóti Upplendingakappa, og ennfremur eru þar ýms
kvæði og kvæðaflokkar, þar á meðal eitt, er heitir
íslandsglaumur, og ekki er getið höfundar að. Það
hefur þetta upphaf:
„Hugsast mér að hreyfa ljóðum,
hýrlyndum til gamans fljóðum.“
Finnist það hvergi víðar, er ekki óhugsandi, að
Magnús hafi ort það þegar bezt lét fyrir honum,
enda átti hann ekki langt að sækja það, að vera
skáldmæltur, þar sem móðurfaðir hans var Hjör-
leifur Þórðarson, hið alkunna latínuskáld, er sneri
Passíusálmunum á latnínumál með latneskum brag-
hætti.
Þátt sinn um Magnús endar Sigfús á þessa leið: