Blanda - 01.01.1928, Page 52
46
,iAfgangur Magnúsar. - Þaö var voriö 1846, aö
Magnús reiö utan þinghár1) og yfir um Lagarfljót
á Einhleypingi, með sinn hvolpinn i hvorum vasa
á síðtreyjunni, og Dimmu-Nettu á hestlendinni.
Hann fékk víða góöar viðtökur, en sumstaðar stökk
smáfólk inn með heimskulátum. Hann reið upp-
fyrir, og kom í Hrafnkelsstaði til Einars rika, er
þar bjó, og bað um fylgcl út yfir Gilsána, sem þá
var í vexti og rann í stokk, áður bændur bjuggu
henni fleiri farvegi. Einar lét til mann, sem hét
Kristján Kristjánsson (Sögu-Krita), lágan mjög
vexti. Þegar Magnús sá manninn á hann að hafa
sagt: „Ja, nú fer eg til helv., ef hann Kristján
kiðufótur á að fylgja mér.“ — Er að ánni kom
reið Magnús öruggur út í, en hesturinn stakksí
þegar með hann, og hvarf allt í iðunni. Heyrðist
þá Kristjáni Magnús segja um leið og allt hvarf:
„Hana! þar tók andskotinn við mér.“
Þannig lauk þá æfi Magnúsar hermanns Páls-
sonar, er verið haföi meiri að hæfileikum en gæfu,
og á 11 i þ a ð u p p á mishepnað uppeldi. Sagt
er að annar hvolpurinn kæmi sundblautur að
Skjögrastöðum, og hesturinn kæmist af, en Magn-
ús og hitt allt sást aldrei, þrátt fyrir margítrekað-
ar leitar-tilraunir. Á sörnu stund og slysið varð,
voru bræðurnir Oddur og Jón Ólafssynir, á
Skeggjastöðum í Fellum staddir þar úti. Þá segir
Oddur: „Hvaða ljós er þarna á Gilsáreyrinni ?“
„Eg sé ekkert,“ sagði Jón. — Þeir bræður voru
hinir merkustu menn, sem mörgum er kunnugt.“
Lýkur hér svo þessari frásögn.
1) Hjaltastaða og Eiðaþinghár.