Blanda - 01.01.1928, Page 59
53
urðssyni, sem nálega veitir fulla sönnun þess, aö
hann hafi ekki átt nerna tvo syni, Gísla og séra
Lopt. Bréfið er gert 22. ágúst 1489, og er Filippus
þá orðinn háaldraður maður. í bréfinu segir hann
frá gjöf nokkurri, er hann hafi gefið Dýrfinnu
Gísladóttur, sonardóttur sinni. Segir hann, að gjöf-
ina hafi samþykkt Gróa Ketilsdóttir kona sín, og
synir þeirra, Gísli og séra Loptur.1) Þeir Ólafur
og Hermann Filippussynir eru báðir orðnir full-
tiða menn um þessar mundir. Samþykki þeirra
mundi vafalaust hafa verið fengið, eins og hinna
sonanna, ef þeir hefðu verið synir gefandans,
því augljóst er, að tryggilega hefur átt að búa
um gjöf þessa. En þeirra er að engu getið,
og er það nálega full sönnun þess, að þeir
hafa ekki verið synir Filippusar Sigurðssonar.
Má í þessu sambandi ennfremur benda á það.
að þegar Gísli Filippusson giptist, 7. febr. 1460,
samþykkti Loptur bróðir hans gjafir foreldra
sinna til hans.2) Ólafs og Hermanns er heldur eigi
getið þá, en hugsanlegt væri þó, að það stafaði
af því, að þeir væru þá enn ófulltíða. Sýnist aldurs-
munur æðimikill vera með þeim Gísla og Ólafi,
því Ólafur giptist 32 árum síðar en Gísli.3) Sá ald-
ursmunur mælir mjög á móti því, að þeir hafi
verið bræður.
Auk þessa eru næg rök fyrir því, að uppi var á
þessum tíma annar Gísli Filippusson en Gísli i
Haga, og að sá Gísli sé líklegri til að vera bróðir
Ólafs og Hermanns en hann. Er þar með fallin sú
röksemd fyrir ættfærslu þeirra bræðra, er féllst i
því, að einn þeirra hét Gísli.
_i) D. I. VI. 594-
2) D. I. V. 190.
3) D. 1. VII. 207 og 209.