Blanda - 01.01.1928, Page 62
56
Þingi, og verður því að ætla, aS hann hafi veri'ð
búsettur í þeim sveitum. Sama veröur uppi á ten-
ingnum um annan af bræörunum, Hermann Filipp-
usson. Hann kemur hvergi viS sögu nema í Húna-
vatnssýslu. Auk þess, sem hans er getiö í sambandi
við vígið í Víðidalstungu, er hann nefndur sem vott-
ur í tveimur bréfum. Er annað gert á Þingeyrum
14841) en hitt á Móbergi í Langadal 1489,2) og
varöar það bréf Þingeyraklaustur. Hefir Hermann
ef til vill verið í þjónustu klaustursins eins og Gísli.
Hermanns er þannig getið einmitt á sömu slóðum
og Gísla og hvergi annarsstaðar.
Ólafur Filippusson kemur líka fyrst við sögur
norðanlands, í Skagafirði, 1474. Var hann þá í
Flatatungu, hjá Solveigu Þorleifsdóttur, og hjálp-
aði henni til að ná bréfum nokkrum af séra Halli
Jónssyni, sofandi þar í kirkjnnni. Er þessa getið
í vitnisburði einum frá 1475.3) Ólafur hlýtur að
hafa verið unglingur, er þetta gerðist, sem ljóst er
af því, að hann kvæntist eigi fyr en 18 árum seinna,
1492. Það væri næsta ósennilegt, að hann svo ung-
ur hefði verið kominn svona langt frá æskustöðv-
um sínum, og í þjónustu vandalausra manna, ef
hann hefði verið sonur Filippusar i Haga. Aptur á
móti er það allt sennilegra, ef hann hefur verið
upprunninn úr Vatnsdal eða Þingi, því Solveig
Þorleifsdóttir átti einmitt eignir ])ar á næstu grös-
um og bjó löngum i Víðidalstungu. Þetta, að Ólaf-
ur á unga aldri var sveinn Solveigar Þorleifsdótt-
ur, og að bræður hans, Gísli og Hermann, áttu
heima í Þingi eða Vatnsdal, gerir það einmitt eöli-
legt, að þeir eru staddir, allir saman, í brúðkaupi
1) D. I. VI. 457-
2) D. I. VI. 587.
3) D. I. V. 712, sbr. 685.