Blanda - 01.01.1928, Page 64
5«
og má þó nærri geta aö hann hefði notiS liösinnis
þeirra til þess aö ná því gjaforöi, ef þar hefði ver-
ið svona náin frændsemi á milli. Er þaö maður
óviökomandi Hagafólki, Gunnsteinn prestur Ás-
grímsson, er mestur sýnist vera styrktarmaður hans
í þvi máli. Eptir lát Solveigar Björnsdóttur hót
Ólafur tilkall til arfs eptir hana vegna Einars son-
ar síns. Risu mikil og löng málaferli út af því til-
kalli. Veröur þar sama uppi á baugi og fyr, aö
Hagamenn komu aldrei nálægt þeim málum. Var
þar ])ó bæði til mikils að vinna og ólafur liðsþurfi,
því málin voru torsótt og ofurefli viö að eiga. Má
telja víst, að þeir hefðu styrkt frænda sinn öflug-
lega í þeim málum. Hinsvegar er það eptirtektar-
vert, að sá leikmaður, er mestan stuðning veitti
Ólafi, var einmitt Einar sýslumaður Oddsson á Hofi
i Vatnsdal. Má í þvi sambandi benda á það, aö
Gísli Filippusson kemur einmitt við bréfagerðir á
Hofi í Vatnsdal, og bendir þetta hvorttveggja til
þess, að þeir bræður, hafi að einhverju leyti verið
vandabundnir Einari. Ólafur virðist og eigi hafa
notið þess uppeldis, er höfðingjasynir hlutu á þeim
tímurn. Einar Oddsson tók um eitt skeið erfðamál-
ið beinlínis i sínar hendur, samkv. því ákvæði Jóns-
bókar,1) að konungsumboðsmaður skyldi sækja
mál þeirra manna, er eigi hafa kunnáttu til eða
menning, að sækja mál sín sjálfir, og segir svo um
Ólaf i því tilefni, að hann sé hvorki svo lærður
né lesandi, að hann mætti né kynni sina sókn né
annara að sækja. Ótrúlegt er, að sonur Filippusar
í Haga hefði verið svo fáfróður. En Ólafur sýnist
ekki hafa verið líkur þeim Hagamönnum, og alls
eigi vaxinn þeim stórræðum. er hann tók sér fyrir
i) Kb. io.