Blanda - 01.01.1928, Page 71
65
ur1) stúlku, er Gu'ðrúa hét. Solveig' var sarnt kyr
hjá þeim sem vinnukona.2) Eitt sinn bar svo við,
að presturinn messaði á annexíunni Silfrastöðum,
og um daginn var lesinn húslestur heima á Mikla-
bæ. AS honum nærri enduðum tekur Solveig kistu-
lykla sína og gengur ofan. Eptir lesturinn fer vinnu-
maður einn fram og út fyrir bæinn. Hann sér hana
þá hálsskorna, og henni er að blæða út. Áður en
hún er jörðuð, dreymir prestinn hana, og hún biður
hann sjá til, að hún verði jörðuð í kirkjugarði, þó
ekki hafi hún mátt njóta hans. Hann fer til Hóla
og talar um þetta við biskup Gisla föður sinn,
en það var ekki fáanlegt (því maðurinn var siða-
vandur og fastheldinn) ; er hún síðan dysjuð utan
garðs. Eptir þetta dreymir prest hana aptur, og
þá segir hún: „Fyrst eg fékk ekki að leggjast í
kirkjugarð, þá skaltu ekki leggjast nær honum en
eg.“ — Nú líða fram tíðir, svo ekkert ber á, til
þess haustið 1786, að prestur messar enn á Silfra-
stöðum og keinur á heimleiðinni að Víðivöllum.
Þar var þá Vigfús sýslumaður Scheving. Þá var
það þreifandi myrkur, að hann vildi láta fylgja
presti heim, sem ]ió var ekki nema stuttur stekkjar-
vegur. Prestur aftók það og fór af stað. Þetta sama
kveld er fólk allt inni á Miklabæ og heyrir, að
komið er upp á baðstofuna og að glugga, en undir
eins líkt og sá sem kom hefði rennt sér eða verið
dreginn ofan af veggnum. Prestskonan var í búri
skammta, og varð þessa ekki vör. Einhver í
haðstofunni segir: „Farðu fram, Gísli litli, 0g taktu
opinn bæinn, hann faðir þinn er kominn.“3) Dreng-
1) Hann kvæntist 13. júní 1777.
2) nokkur ár, segir í hdr., sem er missögn, þvi að Sol-
veig fyrirfór sér á næsta ári cptir (1778).
3) Drengurinn hefur þá verið á 9. ári (f. í mai 1778).
Blanda IV. 5