Blanda - 01.01.1928, Page 74
68
ekki og léði henni hnífinn, því lítiö haföi þá utn
hríö boriö á hugsýki Solveigar. En þegar gekk
Solveig út og skar sig á háls upp á hestaréttar-
veggnum og féll viö það ofan í tóptina.1) Sá það
vinnumaðUr sá er Jón hét2) Steingrímsson, er bar
hejr á milli fjárhúsa og sveinstauli lítill með hon-
um. Sagöi Jón þá: „Þar tókst henni það, helv.
því arna!“ hljóp inn og sagði til Jóni snikkara frá
Lóni, — bróður Guðlaugar og Snorra prests, — er
að smíðum var ])á á Miklabæ. Hljóp hann þegar
út og greip Solveigu í fang sér og las fyrir henni
andlátsorðin, því eigi var hún með öllu örend og
sagði Jón, aö varir hennar hefðu bærzt, en ekki
numdi hann orðaskil. Næstu nótt, er prestur var
heim kominn dreymdi hann Solveigu, og bað hann
syngi yfir sér og léti jarða sig i kirkjugarði, og
aðra nótt dreymdi hann hið sama. Fór hann þá
á fund sýslumanns, Vigfúsar Scheving, og bað
hann leyfa líki Solveigar kirkjuleg, en þess var
enginn kostur, kallaði Scheving það mót lögum, en
þó var það fyrir bænastað prests, að hann leyfði
að grafa hana að utan lítið inn undir kirkjugarð-
inn, og er þar dys hennar að sunnanverðu við garð-
inn. En nálega sótti hún hverja nótt að Jóni Stein-
grímssyni, og burt fór hann fyrir þá sök um vor-
ið. Og það sagði prestur, að sig dreymdi optar en
um sinn, að Solveig heitaðist við sig, að siá skyldi
hún svo til, að eigi fengi hann heldur kirkjuleg
fremur en hún. Afarreimt þótti lengi síðan eptir
Solveigu, og eru margar sögur frá því, er vér vit-
um ei eða hirðum að greina. — En það varð nú
1) Solveig fyrirfór sér 1778, ári síðar eða veturitin eptir
að prestur giptist b. v. með innskotsgrein i a og er það rétt.
2) í Þjóðsögunum er hann nefndur Þorsteinn en föð-
urnafns ekki getið. Þetta eflaust réttara.