Blanda - 01.01.1928, Side 75
69
síðar um haustiö 1786, hinn 1. október, eöa 16.
sunnudag eptir þrenningarhátíö, að prestur söng
á Silfrastöðum, reið seint heim um kveldiö og kom
að Víðivöllum, örskammt fyrir framan Miklabæ.
Bauð sýslumaður honum i stofu. Niðmyrkur var á
mikið, því hláka var. Bauð sýslumaður honum
fylgd út að Miklabæ, en prestur kallaði það óþarfa.
Þó kallaði sýslumaður vinnumann sinn, er Árni
Jónsson1) hét og síðast bjó að Utanverðunesi, að
fylgja presti og fór hann af stað með honum, og
hugði hann mundi ríða út hjá Víkarkoti, er milli
er Miklabæjar og Víöivalla, þvi þar eru mýrar litl-
ar og voru lagðar, en prestur reið skaflajárnað
— en klöpp lítil er ofan Víkarkots, er út liggur
frá örlygsstaðagerðis örmuli forna, og nær út að
túngarði á Miklabæ, og liggur á klöppinni sumur
vegurinn. Prestur keyi'ði þegar upp á, er þeir fóru
úr hlaöi, og sneri Ámi strax2) aptur við vallar-
garðinn.3) En það varð á Miklabæ, að fólki heyrð-
ist komið upp á bæinn, en allt heimafólk var myrk-
hrætt að sagt var, sökum reimleika eptir Solveigu
og prestskonan eigi minnst; [var þá Gísli [sonur
prests] sendur til dyra og varð einskis var.4) En
að morgni beit hestur prests þar niður á túninu,
og vetlingar prests og keyri undir sessunni í
1) Svo a og b, en Jón Bjarnason er hann nefndur í frá-
sögn séra Páls. Getur verið, að sýslumaður hafi tilnefnt
annanhvorn þeirra til fylgdar presti, Jón farið hvergi en
Árni aðeins út fyrir vallargarðinn, því að það verður að
teljast alveg rangt, að presti hafi verið fylgt heim að
túni á Miklabæ, eins og sagt er í Þjóðsögunum.
2) Svo b.
3) Svo a, sbr. einnig I. (frásögn séra Páls), er segir
beinlinis, að presti hafi alls ekki fylgt verið.
4) [ Svo b, en útstrykað í a.