Blanda - 01.01.1928, Síða 77
7i
prestinn, hafði hún áöur hjá honum ráðsstúlka
veriö.1)
Þá er frásagnir þær, um hvarf séra Odds, sem hér hafa
verið birtar, eru bornar saman við frásögnina í Þjóðsög-
um Jóns Árnasonar I. 295—298, um þennan sama atburð,
þá sést fljótt, að þær eru sannsögulegri en hún í ýmsum
verulegum atriðum, bæði um ætterni Guðlaugar Björns-
dóttur, nafn vinnumannsins á Miklabæ, atvikin við lát
Solveigar og sérstaklega í því, að séra Oddi var alls ekki
fylgt frá Víðivöllum þetta kveld, cins og Þjóðsögurnar
seSJa („heim að túni á Miklabæ")- ICemur það beinlínis
fram, að vinnumaður (eða vinnumenn) Vigfúsar sýslu-
manns hafi svikizt um fylgdina, og barið því við eptir
á, að prestur hafi þeyst burtu, en sýslumaður fengið ámæli
af að hafa ekki látið fylgja presti, og það svo mjög, að
hann var jafnvel talinn ráðbani hans, eptir því sem eg
hef heyrt, en vitanlega er það illmæli eitt. Þótt frásögn-
um séra Páls og Gisla Konráðssonar beri ekki alstaðar
alveg saman, þá er það aðeins í óverulegum aukaatriðum,
sem litlu máli skipta, enda báðar frásagnirnar byggðar á
allgóðum heimildum, þ. e. sögnum þeirra manna, er vel
máttu um þetta vita, og samtíða liafa vcrið bæði séra
Páli og Gísla, og þessvegna þótti mér sjálfsagt að birta
1) Frásögn þessi er svo skilgóð (t. d. um dánardag
Solveigar) að hún virðist skrásett þegar cptir atburð þennan,
og að séra Oddur hafi heima verið eða heim kominn, er
hún lézt. í hinni elztu prestþjónustubók Miklabæjar, sem
cr í Þjóðskjalasafni og nær frá 1747—1784 hefur vand-
lega verið klippt ferhyrnt stykki úr einu blaðinu einmitt
í árinu 1778 og á þeim stað, þar sem láts Solveigar hefði
átt að vera getið, og hefitr skemmdarverk þetta unnið ein-
hver sá, cr viljað hefur afmá nafn Solveigar úr tölu heið-
arlegs fólk þar í prestakallinu, ekki viljað láta það sjást
þar( !) cn hefur áunnið það eitt, að föðurnafn Solveigar
þekkist nú ekki.