Blanda - 01.01.1928, Page 82
76
Teits ríka, sem 1531 gaf krossinum i Kallaðarnesi
eptir sinn dag „3 hundruð í góðum peningum“.
(Fbrs. IX. 592). Og líka má ráða það af því, er
Eggert Ól. segir i Ferðabók sinni (bls. 1033). Þó
Iíg. Ól. nefni ekki heimild, en fari aö líkindum eptir
munnmælum, er umsögn hans fróðleg, og set eg
því hér útdrátt í þýöingu: „Fyrir siðabót var í
Kallaðarn. Crucifix (Kristur á krossi), orðlagt um
allt land fyrir tilbeiðslu fólks og jarteikn eða lækni-
krapt. Líkneskið var klætt dýrum búnaði, með flau-
elis skó. Hengdir voru á það skartgripir úr silfri,
gulli m. fl. til prýðis, er hver af öðrurn haföi gef-
ið sem áheit, eða í þakklætis og heiðurs skyni. Giss-
ur, fyrsti lúterski biskupinn, tók líkneskið ofan, lét
rífa af því skartið og bannaði að tilbiðja það. Al-
þýðu líkaði þetta illa, og færði líkneskið upp aptur
á laun. E11 siðar, þegar Gísli bisk. Jónsson heyrði
að þessi hjátrú var tekin upp aptur, fór hann að
Kallaðarn. 1587, tók líkneskið, færði með sér í Skál-
holt og lét þar höggva þaö í eldinn. Samtímis tók
hann banasóttina, og trúði því alþýðan, að líknesk-
ið hefði hefnt sín á honum. Af görnlu lofkvæði urn
krossintr sést. það, að hann var kominn frá útlönd-
um — að sögn frá Rómaborg— og keyptur í Ein-
arshöfn á Eyrarbakka.1)
1) Kvæði þetta, 45 vísur, er prentað í bók dr. J. Þ.
„Digtningcn paa Island". 10. vísan og 11. eru svona:
í Kalda'ðarnesi er krossinn einn,
köppum vil eg það tína,
vegsamlegri verður ei neinn,
vítt mun dýrð hans skína,
lofast hann bæði unt lönd og sjá
og látum það ekki dvína,
hann mun fullvel frammi stá
þá fjandinn kemur að hrína.f!)