Blanda - 01.01.1928, Page 84
7S
inn sé kyr á sínum staö, yíir altarinu í Kallaðar-
nesi. Er því ekki annað líkara, en að biskup hafi
tekið krossinn ofan haustið 1547, og sett hann af-
síðis, þar sem skuggalegast var í kirkjunni. Með
því hefur biskup viljað sýna fólkinu ótvírætt, aö
dýrkun og vegsemd krossins væri liðin undir lok.
Ekki hefur hann samt viljað eyðileggja listaverk-
ið algerlega. — Sömu aðferð hafði Gissur biskup
við dýrmætasta forngripinn og helgasta, sem ís-
lendingar hafa átt, skrin Þorláks biskups helga, er
Páll biskup (f 1211) lét búa gulli, silfri og gim-
steinum. Líklegast er, að Gissur hafi þegar reitt
og rúiö allt hið lauslegasta og verðmætasta af báð-
um þessum kjörgripum. Gersemar þessar — silfur,
giill og góðir steinar — hafa svo annaðhvort orðið
eyðslueyrir, áður en langt um leið, eða komizt með
venjulegum hætti í ránsklær Dana. Á þessum grip-
deildum hefur sannazt hið fornkveðna: „Illur feng-
ur illa forgengur“. — En ef þessir kjörgripir væru
báðir til nú á dögum, með öllum búnaði, væru þeir
miljón kr. virði. Hitt var þó verra, að hindra þá
hrifni manna og trúrækni, er því mátti orka, að
veita viðtöku hjálp og heilsubót frá æðri byggðum.
Enginn siðaður maður hefur tilbeðið myndina
sjálfa, efnið eða beinin af dýrlingunum, heldur mátt-
arvaldið guðdómlega, sem þessir sýnilegu hlutir
minntu á, svo átakanlega.
Annaðhvort hefur það verið á dögum spektar-
mannsins, Marteins biskups (1549—56) eða milli
biskupa, að katólskir menn í anda náðu að hefja
krossinn aptur í hásæti sitt. En það gat Gísli biskup
ekki þolað.
Svo var mikil trú sumra og ræktarsemi við kross-
inn, að þeir sóttust eptir flísum úr honum, þegar
hann var klofinn, og öskunni, þegar hann var