Blanda - 01.01.1928, Page 90
84
kölluðu systkin hennar hana „Fortöpuðu Gunnu".
Svo voru Fjósasystkin kynjaleg í hvívetna, að
aldrei gengu þau til BólstaðarhlíSarkirkju, nema
sömu lei'ð að bæjar baki; var þar kölluð Fjósagata
síðan. Svo var og allt annað atferli þeirra. Illhugi
kom eitt sinn í kaupstað á æfi sinni og einu sinni
suður. Sagði hann svo, að aldrei sæi hann vitlaus-
ara fólk en syðra, kallaði menn hrinda þar fram og
draga tréskeljar á sjó út, væru þær með fótum,
heföu menn spýtur í höndum og skelltu með þeim
á saklausan sjóinn, „en þeir bölvaðir skellir“, kvað
Illhugi. Illhugi var tilslettinn og hótfindinn. Eigi
kvaðst hann kalla Björn prest í Bólstaðarhlíð1)
mannslegan. „Hann er eins og grettur köttur í fram-
an, góin“!, því að það var máltak hans. Sagði og
Illhugi, að eins væri að sjá Jón í Kálfárdal2) bróð-
ur Bjarnar prests, sem illur andi byggi í honum.
Það var þá kona Bjarnar prests ól tvíbura, að 111-
hugi sagði: „Dávirðulegur er lifnaðurinn, séra
Björn má sitja með allt saman, henni nægðist ekki
með eitt, heldur tvö.“ Það varð eitt sinn, að þeir
bræður Þorbergur og Illhugi flugust á. Stóðst Þor-
bergur hann eigi; tróð Illhugi honum þá í kola-
gröf ofan, úti á hlaði, allóþyrmilega, svo að nær
lá honum köfnun. Systur þeirra báðu Illhuga gæta
þess, að Þorbergur væri bróðir hans, og fyrir guðs
skuld að vægja honum. Illhugi kvaðst eigi hafa
ætlað þetta Þorberg bróður sinn, heldur lepprytju
nokkra, greip hann úr gröfinni og fleygði honum
af hendi ofan fyrir bæjarhólinn, sem ærið brattur
er. Svo þótti Illhuga vænt um skrautlegan fatnað,
1) Þ. e. séra Björn Jónsson (f 1825), faðir hinna svo-
nefndu BólstaðarhlíSarsystra.
2) FöSurfaSir dr. Jóns rektors Þorkelssonar. (H. Þ.)-