Blanda - 01.01.1928, Síða 93
87
lézt ekki trúa því, en þá kom vinnukona með reifa-
barn og kvað Illhuga jafnsannan föður að þvi, sem
hún væri móðir. Honum varð bilt, og mælti: „Far
þú bölvuð og barniö þitt,“ tók til fóta og hljóp
út í Hlíðará nær ófæra, en þó svamlaði hann af
ánni. Sagði Björn prestur svo síðan, að hann hefði
mest iðrast eptir gamansorði, er hann sá, að 111-
hugi hljóp á ána.
Þá Guðrún systurdóttir Fjósasystkina var gjaf-
vaxta, réðist Þorvaldur þangað, er síðar var kall-
aður Beina Þorvaldur, og fékk hennar. Samdi
þeim Þorbergi afarilla og áttust margt illt við.
Þótti Þorvaldur illmenni; kærði Þorbergur opt var-
mennsku hans; urðu af sættafundir, orkaðist litið
á. Vildi Björn prestur i Hlíð, að þeir sættust, og
bæði hvor annan fyrirgefningar. Vildi Þorvaldur
það eigi, taldi prest miklu fylgisamari Þorvaldi en
sér, og reis af ærin óvild með þeim. Þorbergur
var lítt hlífinn í orðum, þótt eigi hefði hann stór-
yrði við. Mælti hann það og eitt sinn, við Jón Arna-
son, föður Bjarnar prests, er Jón vildi þagga Þor-
berg niður: „Þegi þú, greyið ]ritt, þú varst aldrei
maður til að standa fyrir þínu máli, og hugsaðu
um Hólastólsreikningana,1) karlkind." Kom svo,
að Þorbergur vildi ekki vera til guðsborðs fyrir
presti, og tók þá bragð það, að einn drottinsdag,
er flest fóllc var í kirkju komið, gekk Þorbergur
inn í kór að presti, klappaði heldur harkalega á
herðar honum og mælti: „Þóknast yður ekki að
leyfa mér, ásamt öðrum hér samankomnum guðs-
börnum, að meðtaka heilagt altarissakramentum í
dag?“ Prestur leit við honum og mælti heldur
ij Jón hafSi veriS ráSsmaSur á Hólum i móSuharS-
indunum og komizt illa frá þvi.