Blanda - 01.01.1928, Page 94
88
harölcg'a og spuröi: „Ertu aö berja mig, Þorberg-
ur.“ Þorbergur svaraöi allhátt, svo aö gerla heyrði
um alla kirkjuna: „Það er fjarri því, eg vil biðja
guð að varöveita mig frá, að gera drottins smurða
illt i helgidómsins húsi við helgidómsins verk.“
Prestur mælti heldur reiðuglega: „Far þú út, Þor-
bergur!“ Þorbergúr mælti: „Hlýðni er betri en
offur, eg bið ykkur, elsku systkin í drottni, að
minnast þess, að presturinn visar mér burt, i guös-
friði, gott fólk allt, i guðsfriði prestur góöur.“
Síðan reið Þorbergur til Hóla norður og kærði
brottvísan prests. Urðu af því skærur langar með
þeim. Kom svo, að Þorbergur tók sakramenti af
Rafni presti rauða á Hjaltabakka. Var þá presta-
fundur í Bólstaðarhlið, og ákveðið, að Þorbergur
gyldi Birni presti 16 dali. Gekk Þorbergur suöur i
þræsum þessum og komst nauðulega af Holtavörðu-
heiði, lá hanrí þá nótt úti í Króksstekk i Noröurár-
dal og komst af óskemmdur. Kom hann svo máli
sinu, að ónýt varð ályktan prestanna. Þeir Björn
prestur sættust þó að lyktum og ritaði Þorkell
Ólafsson stiptprófastur á Hólum um það Friðrik
vísiprófasti Þórarinssyni á Breiðabólsstað (1800)
og taldi sættina vænlega horfa, þá þeir Björn prest-
ur og Þorbergur hefði nokkuð áöur sjálfir sarnið.
Fór Þorbergur lítt halloka, því mælt var, að ísleif-
ur sýslumaður á Geitaskarði væri honuríi vinveitt-
ur; heimsótti Þorbergur hann og tíðum.
Síðan fékk Þorbergur Valgerðar Kristínar dóttur
Rafns prests á Hjaltabakka, en systur hans jirjár,
Ingveldur, Þuríður og Ingibjörg önduðust allar á
sama ári 1805. Varð það þá síðan, aö húskarl sá
var með Þorbergi, er Sigurður hét, kallaður trölli,
Gíslason frá Gvendarstöðum Gunnarssonar. Var
mælt, hann fífldi Valgerði konu Þorbergs; urðu