Blanda - 01.01.1928, Side 95
89
af deilur og kom svo, aö Þorbergur rak hann á
braut; fór Siguröur þá að Botnastööum og var þar
um hríö. — Jónas Jónsson frá Ey bjó á Gili og voru
þá synir hans Eyjólfur og Einar á legg komnir.
Allkátir voru þeir og ófyrirlátssamir. Var eigi trútt
um, að þeir glettust opt við Þorberg, höfðu og
þræsur veriö með þeim Jónasi og Þorbergi um
beitingar og landamerki og lauk þeim meö áreiö.
Þaö var nú kveld eitt, að þeir Gilsbræöur kómu
til Fjósa og hittu Þorberg og spuröu, ef hann sæi
tnann nokkurn þar á gangi á úlpu grárri, lítinn vexti.
Neitaði Þorbergur því, en þeir kváöust séð hafa til
ferða hans, skytist hanu þar aö hesthúsi við fjós.
Þóttist Þorbergur vita, aö vera mundi Sigurður
trölli, og bað þá aö leita hans meö sér. Taldi Eyj-
ólfur þá óráölegt að fara til slyppir, greip brodd-
staf og seldi í hönd honum. Gengu þeir Þorberg-
ur i hesthúsiö en Einar stóö í dyrunum. Þorbergur
spurði, hvort nokkur væri þar inni. en þá enginn
svaraði mælti hann: „Segðu til þin skrattinn þinn,“
þvi ekki blótaði hann stærra. Lét hanii þá brodd-
’nn ganga í veggina, er úr grjóti voru, svo opt tók
eld, og heimti, að sá segöi til sín, er inni væri.
Heyrði hann að lágt var mælt og æörulega: „Sug,
Sug!“, en það var raunar Eyjólfijr og hermdi eptir
Siguröi trölla. Þorbergur svaraði allreiður: „Sug,
Sug, er það nafn nokkurs kristins manns, þú skalt
e'ga erindið, segðu til þín, karlkind,“ bað þoi*para
þann að tala glöggvara. í þvi æpti Eyjólfur hátt
°g mælti: „Þar stakk hann mig, foröum okkur.“
Hlupu þeir svo hart út, að Einar féll flatur fyrir
Þorbergi. Var þetta bragð þeirra bræðra og keskni
við Þorberg, þvi Trölli haföi aldrei komiö þar það
bveld. Þorbergur hljóp í bæinn, lokaöi honum og
bar grjót fyrir dyrnar, en þeir bræöur fóru heim.