Blanda - 01.01.1928, Page 96
90
Frétti hann síöan, cr írá leiö, hversu sár Eyjólfs
hefSust viö, og létu þeir, aö skjótt mundi batna.
Fagnaði Þorberg-ur því og þakkaSi þeim liöveizl-
una, og baS þá gæta sín fyrir umsátrum SigurSar.
Þorbergur komst á níræSisaldur, lá hann siSast
í kör, nær 4 árum. Var þá eitt sinn, er Jón prestur
á Bergsstööum kom aS þjónusta hann, aS hann
mælti viS prest: „Hver skyldi vera beztur hestur
hér í dalnum? Mun þaS eigi vera Gráskjóni Jóns
í Stafni.“ Prestur baS hann hyggja á andlegt. Þor-
bergur mælti: „Slétt ekkert veikur, hef allgóSa
matarlyst, get bærilega sofiö.“ — Þorbergur lézt
1833-1) Árni hét son Þorbergs og ValgerSar konu
hans, vesalmenni.
Skrímslin í Lagarfljóti.
[Frásögn Hans Wiums, sýslumanns, 1750, eptir handriti
séra Friöriks Eggerz í Landsbókasafni. Samskonar frásögn
i Þjóðsögum Jóns Árnasonar I, 640, en hér nákvæmari].
HvaS skrímslin áhrærir almennilega, þá hafa þau
allt síSan í fyrra vor sézt öSru hverju af valin-
kunnum mönnum, svo sá hlutur er aS öllu sann-
ferSugur. 1) Sást eitt af lögsagnaranum Pétri
Þforsteinssyni] og tveimur öSrum frá KetilsstöS-
1) Hann dó 1. júlí, talinn 87 ára, er því fæddur um
1746. Illhugi bró'Öir hans var fæddur um 1750, en dó
mörgum árum á undan Þorbergi. Valgeröur, ekkja Þor-
bergs, dó 26. febr. 1839, en Árni á Fjósum, son þeirra, dó
1862. Dýrborg dóttir hans átti Jónas Eyjólfsson á Fjós-
um (f 1859) og börn. Hún dó á Gili 1863. (H. Þ.).