Blanda - 01.01.1928, Page 97
um á Völlum langt til; enga mynd sáu þeir á því.
2) A'örir tveir menn samdægris og hitt skeöi urðu
samferöa upp eptir hellunum og sáu fyrir utan Arn-
eiðarstaði skepnu fara upp eptir fljótinu á vöxt
við sexræðing með mjög harðri rás. Það sá og allt
fólkið í Hrafnsgerði, sem er bær þar skannnt frá.
Sá þriðji fór út (á) eptir greindum mönnum ein-
fara; hann segist séð hafa skammt undan landi
sem seli, en útlítandi á belginn sem á skötu, þá um
sjó dregst, sem strax hafi stungið sér með miklum
boðaföllum. Þessir 3 menn komu allir að Arneið-
arstöðum um kveldið og fortöldu Mr. Árna Þórð-
arsyni1) þessar sjónir, en mitt í þvi sáu þeir allir
eitt þar niður undan bænum, víst 30 eða 40 faðma,
með háum hnúki upp úr bakinu, og einn þeirra
sagðist séð hafa úr ])ví anga framan og aptan, sem
legið hafi langt út í fljótið. Allt voru ])etta frómir
og ráðvandir menn, er þetta sáu; hér fyrir utan
hefur það aldrei getað sagt frá þess skapnaði á-
nægilega. 3) Eptir þetta fyr áminnst sá allt fólk-
ið frá Hrafnsgerði þrjá hnúka upp úr fljótinu, eg
meina nærri heilan dag, sem vatnaði yfir milli
hnúkanna, mörg hundruð faðmar, eptir því sem
bóndinn, ráðvandur maður, sagði mér. Nær eg
flutti mig í fyrra vor út hingað, var eg um nótt-
ina á Arneiðarstöðum. Þá sáu um morguninn prest-
arnir séra Hjörleifur2) og séra Magnús3) og séra
Grímur,4) sem þar voru með mér, ásaint öðrum, í
stillilogni og bezta blíðviðri, blástur rétt yfir undan
1) þ. e. Árni ríki, faðir Jóns sýslum. á Ingjaldshóli.
2) Séra Hjörleifur Þórðarson á Valþjófsstað (ý 1786).
3) Séra Magnús Guðmundsson á Hallormsstað (ý 1766).
4) Séra Grímur Bessason, þá i Ási, síðar á Hjaltastað
(t 17S5).