Blanda - 01.01.1928, Page 98
92
í fljótinu, sem hvalablástur, en þó meiri allur; þá
voru menn farnir út eptir fljótinu í flutning; sáu
þeir skammt þaSan, sem blásturinn var, viðlikt og
vöröur upp úr fljótinu, en eptir aö þeir höfðu á
þaö horft nokkra stund, tók þaö rás upp að land-
inu. En nú i vor og sumar hefur yfir tekiö. Skrímsl-
in hafa nú sést i ánni upp frá fljótinu, 3 upp frá
Ketilsstöðum, 2 í hestmynd meö brúsk upp úr
hnakkanum og hnúði á hryggnum, stórt tilsýndar;
eitt haföi rétt upp tvær trjónur og vatnaði yfir
í milli. Þetta ætla eg satt muni vera, þvi það er
ráðvant fólk, er þetta sá. Hér að auk lag'ðist eitt
á land íyrir utan Víðivelli, séð af 3 mönnum, og
annað hafði lagzt á land hjá Hreiðarsstöðum, sem
húsbóndinn segir verið hafi sem stærsta hús. Fleiri
látast þetta og annað séð hafa, en eg hirði ekki
þar um að skrifa; samt er ekki þar um að tvíla,
að þetta, sem eg skrifað hefi, er sannferðugt. Author
Hans Wium sýslumaður í Múlaþingi 1750.J)
1) Það er auðheyrt á frásögn þessari, að Wíum sýslu-
ma'Sur hefur ekki efazt um sannindi hennar, enda hefur
þjó'Strúin íslenzka lengi gert sér títt um orrninn i Lagar-
fljóti, þessa furSulegu skepnu, sem opt á að hafa sézt, og
getið er í annálum, en nú heyrist lítt um hann getið leng-
ur, og er liklega sála'Sur úr elli. Þessi frásögn Wíums mun
vera einhver hin siðasta, sem bókfærð er af trúuSum manni,
um skrímsli þetta, eða skrímslin í fljótinu, sem allt stend-
ur í sambandi við orminn mikla. (H. Þ.).