Blanda - 01.01.1928, Page 99
Frá séra Eggerti í Glaumbæ.
[Eptir Lbs. 1121 4to, með hendi Gisla Konráðssonar o. fl.].
Séra Eggert Eiríksson í Glaumbæ (f 1819, 89
ára), var manna fimastur og glímnastur á síntim
dögum, lítill vexti og hinn knálegasti, har'ðlegur
á svip, en þó fríður sýnurn, snotur ræðumaður,
skrifari góður og skáldmæltur, en ærið ölkær, og
þá lítt eirinn. Maður hét Sveinn, og var Erlends-
son, er bjó að Bakka í Hólmi, næsta bæ sunnan
Langamýrar, þar sem séra Eggert bjó,1) er hann
var aðstoðarprestur séra Grímólfs gamla í Glaum-
bæ. Sveinn var karlmenni mikið, kallað hann hefði
beinserk, og lægi við berserksgangi, ef hann reidd-
ist, og braut hann þá bæði fyrir sér og öðrum það
fyrir varð, en hversdagsgæfur, drenglundaður og
vinur vina sinna. Þeim Sveini og presti bar opt til um
beitingar, þvi lönd skilur eigi nema kvísl lítil, er
Lakkakvísl heitir,nær þur á sumrum, enpyttótt víða ;
skilur hún lönd jarðanna, er Sporðar eru kallaðir og
kenndir við Velli og Bakka, Langamýri og Krossa-
nes, eptir því sem land eiga að austan og vestan
kvislarinnar, en Jökulsá eður Héraðsvötn renna
1) Hann bjó þar aðeins fyrstu 7 árin (1768—1775), en
fluttist svo heim á staðinn. (H. Þ.).