Blanda - 01.01.1928, Síða 100
94
fyrir austan Hólminn, en Svartá fyrir vestan, allt
út í Vesturvötn, utan Húsabakka. Þeir prestur og
Sveinn deildu opt um beitina og svo var rnikil
óvild þeirra, aö Sveinn fékk leyfi aö ganga til altar-
is heima á Hólum, svo aö ei þyrfti hann þess fyrir
Eggert presti. Opt kom til ryskinga meö þeim,
og stóöst Sveinn ei glímubrögð prests úti, treyst-
ist og prestur ei viö Svein inni. Var þaö nú eitt
sinn, aö þeir flugust á austan Langamýrar, snertu-
spöl, en svo lauk, aö prestur færöi Svein í hyl of-
an í Bakkakvísl og hljóp heim síðan. En er Sveinn
svamlaöi af hylnum, fór hann heim að Langamýri,
greip reksleggju mikla viö smiðju, og braut upp
hurð aö húsi prests. Sá prestur þá fangaráð það
eitt, aö brjótast út um glerglugga á húsinu og
komast á hest sinn, er þar var heima viö, og hleypa
undan; átti hann og jafnan hesta góða og trúa,
var og hinn mesti reiömaður, og skildi þar meö
þeim aö þessu sinni. En eptir aö Eggert prestur
var fluttur að Glaumbæ, var þaö eitt sinn (um
17S0), þá prestur reið á aukakirkjuna á Viðimýri,
aö Sveinn sat fyrir presti meö járnkarl í hendi,
þar Flæöar heita, með Víöimýrará, milli Víði-
mýrar og Reykjarhóls. Er þá sagt, aö prestur biði
ei boðanna, er hann sá fyrirsát Sveins, og hljóp
undir hann sem skjótast, og færði í fen ofan, þar
við veginn, er Sortapyttur er kallaö, en Sveinn
náöi í kápu prests og svipti henni sundur, en þar
týndist járnkarlinn í pyttinn, og vissu menn af
því meö vissu, aö við höföu þeir áttzt, aö rifin
var kápa prests og Sveinn kom meö kápuslitrið
heim aö Bakka. En þaö var þá nokkru síðar, að
Sveinn fór byggöum fram að Mælifellsá ytri, og
bjó þar til elli, og dó yfir áttrætt. — Ýmsar fleiri
sagnir eru um Eggert prest, harðfengi hans og