Blanda - 01.01.1928, Page 104
98
illur, að prestur treystist ekki til annars en að leggja
niður prestsskap. Þetta var áriö 1628. Lenti hann
svo á hrakningi með konu og börn, og vildi enginn
söfnuður við honum taka sem presti, svo ófagurt
orð fór af honum. Hann var einn þeirra presta, er
lofaði Illhuga pr. Jónssyni að sanna eið með hon-
um á Kleifaþingi 12. sept. 1628, en brá síðar það
loforð, og vegna þessa galdramáls var séra Þorleif-
ur staddur á Laxárholtsþingi í Eystrihrepp 10. okt.
1632 (sjá Illhuga pr. Jónsson hér síðar). Þá er Gísli
Oddsson var kosinn til biskups 1631, lét hann sér
mjög annt um að koma séra Þorleifi einhversstað-
ar að, og fyrir innilegan bænastað hans létu þeir
feðgar, Þorsteinn sýslumaður Magnússon á Þykkva-
bæjarklaustri og synir hans Hákon og Magnús, til-
leiðast að taka séra Þorleif fyrir klausturprest eptir
brottför séra Sigfúsar Tómassonar 1631, en sum-
arið 1632 fól biskup honum að þjóna einnig Ásum
ásamt séra Sveini Bjarnasyni, en með því að Ásar
voru þá þegar veittir séra Sigmundi Guðmundssyni
í Meðallandi, fól biskup honum og séra ÞorleifÍ
að þjóna þar þangað til prestur kæmi þangað. Bjó
séra Þorleifur á Mýrum, meðan hann þjónaði
Þykkvabæjarklaustri, en sú þjónusta gekk nokkuð
hrumult. Vildú þeir feðgar, Þorsteinn sýslumaðuf
og synir hans, losna við hann, og hótuðu að af-
segja hann, ef hann yrði ekki látinn íara burtu.
Báðu þeir biskup að koma honum að Sandfelli eptir
lát séra Jóns Ólafssonar 1635, og séra Þorleifur
vildi einnig gjarnan þangað komast, en sóknarmenn
þar þverneituðu, að veita honum viðtöku, og flýttu
sér að kalla til prests séra Guðmund Guðmunds*
son í Berufirði. Sat því séra Þorleifur kyr sem
klausturprestur. Komst hann skömmu síðar í ófag-
urt mál við Magnús Jónsson, sainbýlismann sinn á