Blanda - 01.01.1928, Síða 105
99
Mýrum. HafÖi prestur flogizt á viÖ hann og mis-
þyrmt honum á kyndilmessu (2. febr.) 1636, út áf
því, að Magnús vildi skila af sér vetrung, er hann
hafði tekið til fóðurs af presti, er skammyrti Magn-
ús og ógnaði honum því næst með fjósrekunni,
héldust þeir fyrst á um hana, en svo rak prestur
Magnús undir sig, og lék hann illa, hnykkti í skegg
hans fram og aptur, og barði hann svo að blæddx
úr. Kærði Magnús svo séra Þorleif fyrir sýslu-
manni, og virðast synir Þorsteins sýslumanns hafa
átt hlut þar að. Mun Þorleifur sýslumaður Magnús-
son hafa dæmt í máli þessu 1637, og var sá dómur
lesinn upp i lögréttu 1638, en málsúrslit ókunn ;
þó hefur prestur eflaust oi'ðið fyrir allmiklum sekt-
um, og úr því hefur farið að styttast vera hans á
Mýruxn, þvi að um 1640 virðist hann hafa orðið
prestur í Sandfelli, og hafa þá sóknarmenn í það
sinn ekki neitað honum viðtöku, hafi hann ekki ver-
ið skipaður þangað að þeim nauðugum, sem ólík-
legt er. Lenti séra Þorleifur þar brátt í ófriði, þvi
að í visitaziu Brynjólfs biskups 15. sept. 1641 í
Sandfelli sættist séra Þorleifur við sóknarmamx
sinn, Sigmund Jónsson (i Skaptafelli), en þetta
varð ekki nema stundarfriður, því að í næstu visi-
taziu biskups 4. sept. 1645 kærði prestur Sigmund
fyrir tíundar- og heytollahald, en biskup áminnti
þá séra Þorleif um „kristilegan, kennimannlegan,
siðsaman og friðsaman lifnað.“ En skömmu síðar
kærði einn sóknarmaður prests, Árni Eiríksson, að
prestur hefði flogið á hann, barið hann og troð-
ið mat hans undir fótum sér. í prófastsrétti var séra
Þorleifi dæmdur lýrittareiður hinn minni til synj-
unar, og vann prestur hann þar samstundis. Kom
þetta mál fyrir allsherjarprestastefnu á Þingvöllum
30- júní 1647, og var þar lítið úr því gert, en séra
7*