Blanda - 01.01.1928, Page 106
Þorleifur fékk stranga áminningu um „að varast
þaÖ óendanlega og óhæfilega slark, agg og þrátt,"
er hann sé illa ræmdur fyrir um allt land, þar sem
nafn hans sé kunnugt. En lítt batnaÖi hegÖun prests
við þetta, og varð biskup enn að nýju í visitaziu
sinni i Sandfelli 21. sept. 1654 aö áminna hann
alvarlega „að varast hrips og gripdeildir, aðtektir
og illlyndi," en leggja af í elli sinni alla úlfúð og
óspektir og umgangast sóknarfólkið og aðra frið-
samlega, og því lofaði séra Þorleifur biskupi með
handsölum. Og þá gerðist sætt milli séra Þorleifs
og Skaptafellsmanna út af landamerkjum og lands-
nytjum. En prestur gleymdi skjótt loforðum sínum
við biskup, því að ári síðar (i sept. 1655) réðst
hann á einn sóknarmann sinn, Sigurö Jónsson á
Hofi í Öræfum, þar sem hann stóð við slátt, þreif
í hálsklút hans og herti að, svo að Sigurði lá við
köfnun og féll til jarðar, en er hann stóð upp þreif
prestur af honum orfið og lamdi hann með orfhæln-
um högg mikið i höfuðið, svo að Sigurður datt
aptur. Kærði Sigurður þetta þegar fyrir biskupi,
er reiddist presti, þessum „gamla syndara", er hann
kallaöi, og skipaði héraðsprófastinum að rannsaka
málið og dæma í því. En 15 sóknarmenn séra Þor-
leifs gáfu honum þann vitnisburð (27. apríl 1656),
að hann „hafi verið þar á meðal sin (þ. e. þeirra)
ófriðsamur, reiðinn, baráttusamur, illlyndur maður,
auðsýnandi sig með ofsa og áflogum, einnig með
þeim munnsöfnuði, sem prestmanni ekki sómi, og
þó áminntur verið hafi af sínu yfirvaldi ekki bót
né betran gert á sinni skikkun," og afsögðu þeir að
hafa hann lengur fyrir prest. Á héraðsprestastefnu
á Kálfafelli 5. júní 1656 var séra Þorleifi dæmd-
ur lýrittareiður fyrir sakaráburð Sigurðar, og kom
svo málið fyrir allsherjarprestastefnu á alþingi x.