Blanda - 01.01.1928, Page 109
103
dóttir prófasts í Múla Guðmundssonar. Hvort 111*
hugi hafi lært í Hólaskóla eða Skálholtsskóla er
óvíst, en veturinn 1611-1612 virðist hann hafa verið
i Skálholti, en fengið Kirkjubæjarklaustursprestakall
ekki síðar en 1612 og vígzt þangað það ár, og þjón-
aði hann því brauði 15 ár. Litlu síðar, en hann kom
þangað (1613), ákærðu hjón nokkur i sókninni, Jón
Runólfsson og Guðfinna Loptsdóttir, séra Illhuga
fyrir það, að hann hefði aðeins útdeilt þeim brauð-
inu en ekki víninu í altarissakramentinu, heldur bor-
ið þeim tóman kaleikinn. Var haldinn prófastsrétt-
ur um þetta i Ásum 15. okt. 1613, en þar varð ekki
dómfært, og málinu því skotið til biskups o. fl.
presta. Hélt Oddur biskup prestastefnu um þetta í
Laxárholti í Eystrihrepp 19. maí 1614. Var séra
Illhuga þar dæmdur synjunareiður fyrir að hafa
borið þeim hjónum tóman kaleikinn, og sönnuðu
þann eið tveir prestar með honum. En önnur kæru-
atriði, er þar komu fram gegn séra Illhuga af hálfu
Jóns Runólfssonar þóttu ósönnuð.
Eptir fráfall séra Jóns prófasts Hakasonar fékk
séra Illhugi Kálfafell, og tók við því af erfingjum
hans, líklega 1627 fremur en 1628. Hafði hann þar
skamma hríð verið, þá er maður nokkur í sókn hans,
Arnbjörn Arnbjarnarson, er átt hafði í deilu við
séra Illhuga, kærði hann fyrir, að hann væri vald-
ur að veikleika þeim, er hann þjáðist af, en Arn-
björn þessi var sagður allmjög taugaveiklaður og
hjartveikur. Var fyrst þingað um þetta á Kleifum
undir Fjalli vorið 1628 og gerðist ekki að, og svo
aPtur á sama stað 12. sept. s. á. af Þorleifi sýslu-
nianni Magnússyni og 6 dómsmönnum, en þar fékkst
Arnbjörn ekki til að rökstyðja ákæru sína gegn
presti, er bauð fram synjunareið, að hann hefði
nokkru sinni gert Arnbirni eða öðrum mönnum