Blanda - 01.01.1928, Page 110
104
nokkurt mein eöa valdið sjúkleika nokkurs manns
meíS göldrum og gerningum, er hann hefði aldrei
lært, kunnaÖ né framið; fékk hann þar að auki
vitnisburð hinna fyrri sóknarmanna sinna um góða
hegðun, en 4 prestar (Jón Sighvatsson, Sveinn
Bjarnason, Magnús Pétursson og Þorleifur Magn-
ússon) og einn leikmaður buðust til að sanna synjun-
areið hans með honum; því boði höfnuðu dómendur,
því að þeim þótti máliS svo óljóst og kæra Arn-
bjarnar svo ófullkomin og órökstudd, að þeir þótt-
ust ekkert geta um það dæmt og skutu því til úr-
skurðar biskups og lögmanna. Virtist þá helzt sem
málinu væri lokið, og prestur verða sýkn i því. En
þar fór á annan veg, því að Arnbjörn þessi andað-
ist veturinn eptir (1628—1629) og lýsti því yfir
skömmu fyrir andlát sitt, að séra Illhugi væri vald-
ur að þessu meini sínu með göldrum og fjölkyngi,
og því var þá auðvitað trúað af almenningi, að
prestur heföi drepið Arnbjörn með galdri. Rituðu
þá Kálfafellssóknarmenn Oddi biskupi og afsögðu
séra Illhuga fyrir prest, fyr en hann hefði löglega
hreinsað sig af áburði Arnbjarnar. Skipuðu þá bisk-
up og lögmaður Högna prófasti Jónssyni og Þorleifi
sýslumanni að halda rétt í málinu og taka tylftareið
af séra Illhuga; var sá réttur haldinn á Kleifum
15. maí 1629. Veitti séra Illhuga þar allt erfittogbar
hann þó fram marga vitnisburði sér til málsbóta,
þar á meðal eiðsvarinn vitnisburð tveggja kvenna,
að Arnbjörn hefði lýst því yfir við þær, aS illa
hefði sá vondi djöfull svikið hann, að koma hon-
um til að ljúga slíku upp á séra Illhuga etc. Var
séra Illhuga þá dæmdur tylftareiður fyrir mál þetta,
en hann fékk ekki eiðamenn í Skaptafellsþingi, því
að þá brugðust honum prestar þeir, er áður höfðu
lofað honum stuðningi, og gat hann því ekki full-