Blanda - 01.01.1928, Síða 111
io5
nægt dómnum. Gekk svo 12 prestadómur Odds bisk-
ups um þetta mál, á alþingi 30. júnx 1629, og séra 111-
hugi þar settur frá prestsembætti, meðan málinu
sé ekki lokiö með fullnaðareiði. En þá veitti höfuÖs-
maÖurinn honurn þá ívilnun, a'Ö hann skyldi vera
sýkn saka í þessu máli, ef hann fengi 6 ráðvanda
menn í Skaptafellsþingi til að vinna með honum
sönnunareið fyrir Maríumessu síðari (8. sept.) það
sumar, en ella skyldi fullnaðardómur ganga í málinu
á næsta alþingi. Prestar þeir, sem árið áður höfðu
lofað síra Illhuga að sanna með honum synjunareið-
inn, neituðu nú að gera það, og fékk hann enga
eiðamenn í Skaptafellsþingi. Rei'S hann þá um
sumarið norður að Presthólum, til föður síns
og bróður, og fékk þar í átthögum sínum nokkra
eiðamenn, er sönnuðu með honum á Presthólaþingi
þann eið, er hann stafaði sér sjálfur. En þetta varð
honum meir til óþurftar en gagns, úr því að hann
fékk ekki eiðamenn í því héraði, þar sem mönn-
um voru málavextir kunnastir, og hann átti að fá
þá; voru því þessir Presthólaeiðar taldir markleysa
ein. Kom svo mál þetta enn á ný til alþingis 1630,
og afsakaði séra Illhugi sig þá með því, að þeir,
sem væru nálægastir honum i Skaptafellssýslu, væru
anna'ðhvort óvildarmenn hans, eða þá mægðir þeim
°g skyldir. Dæmdu lögmennirnir þá 1. júlí 1630, að
þeir sem áður hefðu lofað honum sönnunareiði og
a'Örir, sem honum hefðu verið til eiðvættis nefndir þar
eystra, væru skyldir að sverja, hvort þeir teldu séra
Hlhuga eiðinn særan eða ósæran, og sverji þeir hann
honum ósæran, þá skuli séra Illhugi rétttækur undir
kongsins lás af sýslumanni, og fluttur til alþingis,
W að sæta hegningu. En Oddur biskup vildi ekki
samþykkja þennan dóm, því að honum mun hafa
þótt hart gengið að prestunum, — sem flestir höfðu