Blanda - 01.01.1928, Page 112
aSur lofa'Ö séra Illhuga stuÖningseiði, — að vera
skyldaðir til að gera hann að dauðamanni. Hafði
séra Illhugi afhent Kálfafell í fardögum 1630 séra
Magnúsi Péturssyni, og kom þeim ekki ásamt um
afhendinguna, enda eflaust komin óvild milli þeirra
áður, eptir að séra Magnús hafði brugðið við hann
loforð sitt um eiðvætti, eins og hinir prestamir. Var
séra Illhugi dæmdur á þessu sama alþingi (30. júni
1630) til að standa séra Magnúsi skil á öllu því,
er hann hefði tekið við með Kálfafelli af erfingj-
um séra Jóns Hakasonar, og fór svo fram ný af-
hending á staðnum 6.—7. ágúst um sumarið (1630).
Lenti nú séra Illhugi á hrakningi með böm sín, en
hann var þá orðinn ekkjumaður, og vildu fáir lið-
sinna honum. Prestarnir, sem áður höfðu lofað hon-
um eiðvætti, skeyttu ekki alþingisdómnum; þóttust
ekki skyldir til þess, þá er biskup hafði ekki sam-
þykkt hann. Kom séra Illhugi til alþingis 1631, en
máli hans var þá að engu sinnt, enda var kosning
hins nýja biskups og kosning lögmanns þá efst á
baugi. Þá er ekkert varð heldur út um þetta gert
á alþingi 1632, bauð Ólafur Pétursson, umboðsmað-
ur Holgers Rosenkrantz, biskupinum (Gísla Odds-
syni), að stefna þessum Skaptafellssýsluprestum, er
traðkað hefðu lögmannsdómnum 1630, fyrir dóm
lögmanns og biskups. Boðaði biskup þá (6. ágúst)
fyrir rétt, út að Laxárholti í Eystrihrepp 10.
olít. 1632, og komu þar þrir prestar að aust-
an (Magnús Pétursson, Sveinn Bjarnason og Þor-
leifur Magnússon), en einn tilkynnti forföll (Jón
Ólafsson í Sandfelli). A þingi þessu voru þeir
bræður, Gísli biskup og Arni lögmaður, einnig Ól-
afur Pétursson og nokkrir prestar úr Árnessýslu.
Beiddist séra Illhugi þar leiðréttingar á þessu hrakn-
ingsmáli sínu, og var þar lesið upp, að prestarnir