Blanda - 01.01.1928, Page 113
107
að austan hefðu lofað að sanha þann eið með séra
Illhuga, að þeir hyggðu hann saklausan af galdra-
málinu. JátuSu þessir þrír prestar, að þeir hefðu
lofað þessu í fyrstu, en svo hefði það komið á dag-
inn, er breytt hefði skoðun þeirra, svo að þeir hefðu
ekki getað meS góðri samvizku efnt loforð sitt, en
þeir neituðu algerlega að skýra nánar frá þessum
ástæðum, og kváðust ekki skyldir að sverja nokkurn
eið eða hlíta lögmannsdómnum 1630. Boðaði Ólafur
Pétursson þá presta þessa eða umboðsmenn þeirra
til næsta alþingis, til að verja þessa undanfærslu
þeirra. Reyndi Gísli biskup að hjálpa séra Illhuga
og vorkenndi honum hrakninga hans og vandræði.
Bað hann Ólaf Pétursson linkindar-á máli hans, og
í desember 1632, nokkru eptir Laxárholtsþing, ritaði
biskup séra Magnúsi Péturssyni um eið þann, er
hann o. fl. hafi lofað séra Illhuga, og hvetur þá til
að standa við loforð sín, til að hjálpa honum frá
þessu máli, eða þá bera fram nægar og sannar ástæð-
ur fyrir eiðsneituninni; en að síðustu leggur biskup
ráð á, hvernig þeir eigi að haga eiðstafnum svo,
að séra Illhugi verði ekki dauðamaður fyrir þá sök,
eí þeir treysti sér alls ekki til að vinna eiðinn með
honum. Loks gekk 24 manna dómur um Illhugamál á
alþingi i.júlí 1633,útnefndur af Holger Rosenkrant/.
höfuðsmanni, og komu þar fram sannanir fyrir, að
Arnbjörn hefði orðið uppvis að tvöfaldri tvímælgi,
hinni fyrri um hest, er hann hefði ljúflega fengið
séra Illhuga, en síðar kært hann fyrir og talið hon-
um óheimilan, en orðið svo að sættast við prest,
en hin siðari tvimælgin hefði Ijóslega komið fram
1 galdramálinu og verið eiðsvarin. Var þvi séra 111-
hugi dæmdur sýkn af málinu, með því að nýjar
sannanir hefðu þá fram komið, er ekki hefðu áður
kgið fyrir. En því skilyrði bætti höfuðsmaður við