Blanda - 01.01.1928, Side 114
io8
samþykkt sína á dómnum, að séra Illhugi mætti
ekki hafa nokkra prestsþjónustu á hendi þaðan i
frá, og fékk hann aldrei uppreisn til prestsskap-
ar, enda mun hann hafa í fyrstu þótt góðu
bættur, að sleppa með lífið, er í hættu var statt,
sérstaklega vegna eiðsneitunar eiðvættisprestanna, er
nú sluppu við að gera grein fyrir sinnaskiptum sín-
um. Og svo segir Gísli biskup í bréfi nokkru frá
1634, að hversu saklaus sem séra Illhugi sé, þá megi
hann þakka guði fyrir, að hann slapp.
Eptir að séra Illhugi var laus við mál sitt, virðist
hann hafa farið austur í Múlasýslu, og talið er, að
hann hafi verið norður á Langanesi, í skjóli Sæ-
mundar bróður síns, er bjó á Skálum. 1638 lét séra
Illhugi birta á alþingi stefnu til séra Magnúsár Pét-
urssonar til næsta alþingis (1639), til að sanna þar
heimild sína á fjármunum þeim, er hann hafi tekið
frá honum og börnum hans á Kálfafelli, þá er séra
Magnús tók þar staðinn, en svo er að sjá, sem séra
Magnús hafi ekki sinnt þessari stefnu. Sumarið
1645 var séra Illhugi enn á lífi, og virðist þá hafa
átt heima í Múlasýslu, því að hann kom þá fram
á Egilsstöðum á Völlum fyrir prestastefnu þá, er
Brynjólfur biskup hélt þar 18. ágúst, sýndi þar 24
manna dóminn 1. júli 1633, og vildi fá dómsákvæÖi
hjá prestastefnunni, að hann mætti fá aptur prests-
skap, en biskup og prestarnir töldu samþykktarskilyrði
höfuðsmanns i vegi standa fyrir prestsskap séra 111-
huga, nema leitað væri konungsnáðar. En bæði bisk-
upinn og prestarnir, er þar voru staddir, skutu sam-
an fé nokkru, er séra Illhuga skyldi greiðast þá
um haustið, til lífsviðurværis. Hve lengi hann hafi
lifað eptir þetta, og hvar hann hafi andazt, er ókunn-
ugt með vissu, því að þótt séra Jón Halldórsson
segi [í Prestaæfum], að hann hafi flæmzt að aust-