Blanda - 01.01.1928, Page 115
109
an og búi'S til elli á Egilsstöðum í Flóa, tel eg hæp-
itS, að það sé rétt, og engar aðrar heimildir eru
fyrir því, en Sigríður dóttir séra Illhuga bjó að
vísu á Egilsstöðum um og eptir 1660, og má vera,
að Illhugi hafi að síðustu andazt þar hjá henni, er
hann var kominn í elli. í þjóðsögum hefur séra
Illhugi verið talinn rammasti galdramaður, sbr. við-
skipti hans og séra Magnúsar Péturssonar (ísl.
Þjóðs. I, 523—524, og Þjóðsögur dr. J. Þorkelss.,
bls. 275—279), og svo hefur ef til vill verið trú
sumra samtíðarmanna hans, en samkvæmt málsskjöl-
unum verður ekki betur séð, en að ákæran gegn
honum hafi verið hégóminn einber og heilaspuni
hálfsturlaðs manns, og því undarlegt, að presti skyldi
verða slíkt að falli, en því olli aðeins dauði Arn-
bjarnar í miðjum klíðum, og þar af leiðandi auk-
inn galdragrunur á presti, og sinnaskipti eiðsvotta
hans, sem mestu réð um hrakning málsins. Verður
því ekki annað sagt, en að hann hafi orðið allhart
uti, þótt hann hafi ef til vill ekki vinsæll verið. En
hann virðist hafa verið miklu betri maður, en orð
hefur af farið, í sögnum síðari manna, og séra Jón
Halldórsson leggur fullan trúnað á. — Kona hans
var Sigríður (f 1623) Þormóðsdóttir (klausturhald-
ara á Kirkjubæ Kortssonar). Hún hvílir undir leg-
steini í Kirkjubæjarklaustursgarði. Hvort séra 111-
hugi hafi kvænzt aptur, er ókunnugt.