Blanda - 01.01.1928, Page 117
III
land að finna móÖurbróður sinn — máske hafi ekki
síður þenkt til dótturinnar. — Hann leyfir það. Víst
hefur hann þó fundið júngfrú Málmfríði, því að
skilnaði fékk hann henni sjóvetling, sem hátt var í
af peningum, og segir henni að brúka þá, ef hún
beri nokkrar menjar af þessum þeirra fundi. Síðan
siglir hann og lagði sig eptir lögspeki. Meðan hann
.var utanlands, lagðist stúlka á hugi við hann mikið
fastlega. Hann sagði henni hreinskilið, að hann væri
búinn að gefa hönd og hjarta íslenzkri stúlku, og
tæki hann það ei aptur. En þetta kom fyrir ekki;
hún hafði hótunaryrði um, að aldrei skyldi hann
hennar njóta. Hann lærði sinn lærdóm út, sótti um
og fékk lögmannsdæmið norðan og vestan hér á
landi, þá 20 ára, 1742, og kom inn á sama sumri.
Nú víkur aptur til Málmfríðar. Á reglulegum tima
eptir burtför Sveins, fæðir hún meybarn, er hún heit-
in Ingigerður, og átti síðan stiptprófast Þorkel Ólafs-
son á Hólum1). — Um vorið, áður en Sveinn lög-
maður kom inn, kom skip fyrri á Eyjafjörð, og lagði
inn utn kveld. Fólk var allt i Grenivík á stekk, en
sýslumaður að þinga, svo enginn var á bænum, nema
Málmfríður með barnið. Hún seilist upp á hillu fyrir
ofan sig, að taka mjólkurkönnu þess, og i því dimmir
á gluggann yfir hillunni. Henni finnst leka dropi of-
an á höndina, en skugginn hverfur. Þessi dropi eða
af honum leiðandi kuldahrollur, færist um allan lík-
amann, og fólkið fann hana í öngviti, en barnið hljóð-
andi, þegar það kemur heim. Iiún raknaði við aptur,
fagðist algerlega í rúmið, missti nærri alla manns-
mynd, varð gerspillt nteð kláðakýlum og ýldufúasár-
um. — Eptir þetta kont skipið, sem lögmaður er á.
!) Hún hefur því verið fædd 1741, en dó af barnsförum
Í775-