Blanda - 01.01.1928, Side 118
1X2
Hann fer heim aÖ Munkaþverá, til foreldra sinna, og
fréttir þar, hvernig nú sé varið heilsufari Málmfríð-
ar í Grenivík. Undir eins fer hann þangað og sér,
að ekki er ofsagt. Allir hugsuðu honum mundi blöskra
og hyggja af hjónabandinu, en — nei, því árið 1748
finnur hann sóknarprestinn og biður hann að full-
komna hjónabandið. Þessi veigrar sér, og setur hon-
um fyrir sjónir, hvað hræðilegt sé að láta vígja sig
saman við þessa stúlku. En hvort hér fóru mörg eða
fá orð um, gaf hann þau saman heima í Grenivík
26. sept. s. á.1) Brúðguminn sat við rúmstokkinn.
Það verk sagðist prestur hafa gert hræddastur á æfi
sinni, því hann hugsaði hún mundi deyja á meðan.
Þar eptir var hún flutt á kviktrjám að sjónum, sjó-
leiðis á Akureyri, og svo eins inn að Munkaþverá,
hvar hann settist að. Lítið mun hér hafa verið um
lækna i þær mundir, 0g apótekið í Nesi ekki reist þá,
en allra bragða var leitað og meðulin bestillt2) ár
eptir ár, en allt var forgefins. í þessu auma ástandi
átti hún þó 5 börn, og þaö var ætíð víst, að strax
sem hún varð með barni hverju, komst hún á fætur
og gat haft nokkra hræring.
Maður bjó vestur undir Jökli, á bæ þeirn, sem heitir
Knörr. Hann hét Bjarni 0g kallaður Djöflabani.3)
Hann þótti galdramaður á sinni tíð. Margur eggjaði
lögmann á að fá hann til sín, þvi þeir, sem heyrt
höfðu getið hinnar dönsku, óttuðust, að sjúkdómur
frúarinnar væri af hennar völdum, og þóttust líka
1) Það hafa því liBið 6 ár frá útkomu Sveins, þangað
til hann kvæntist og hefur sá dráttur auðvitað stafað af
veikindum Málmfríðar, en 11. nóv. 1740 hafði Sveinn feng-
ið konungsleyfi til hjúskapar þeirra, sakir skyldleika.
2) Eflaust frá Kaupmannahöfn.
1 3) Hann dó um 1790, um áttrætt; átti Elínu Þórarins
dóttur, föðursystur Benedikts Gröndals eldra.