Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 122
þá reiddist hann fyrst á æfi sinni, og væri sem upp-
ryfjuðust fyrir sér allar mótger'ðir þeirra bræðra
við sig. Varð hann þá svo æfur, að þeir hrukku
ekki við. Brutu þeir þá allt það, er lauslegt var í
húsinu, og svo voru þeir ákafir, að eigi urðu þeir
skildir, áður faðir þeirra kom til, því sóttur var
hann. Skipti þá svo mn skaplyndi Stefáns, að hann
varð síðan fremur harðlyndur, og lét ekki hlut sinn
við hvern sem hann átti. Ekki þótti föður hans auð-
velt að halda þá bræður saman. Fór Stefán þá norð-
ur að Rauðaskriðu, til Jóns sýslumanns Benedikts-
sonar lögmanns, og gerðist sveinn hans. Var hann
með honum um hríð. Þá Stefán var þar, var það
á einu sumri, að hann sló á engi með öðrum manni
í þerri, en 4 griðkonur röskvar rökuðu eptir þeim.
Leiddist Stefáni þá slátturinn og lagðist flatur nið-
ur í ljána fyrir hrifur þeirra. Beiddu þær hann þá
af því að láta og tefja sig ekki, en hann gerði eigi
að, en færði sig jafnan til fyrir þær, er þær Ieit-
uðust við að raka, þar til þær mæltust allar við
nokkuð af hljóði, er hann vissi ekki hvað var. Hljópu
þær þá á hann, allar í einu á hann ofan, og tóku
sinn handlegg hver og sinn fót hver. Hugðu þær
vandlega að því, að hann gæti ekki snúið sér á grúfu.
Urðu þær nú einar að ráða, því svo voru tvær þeirra
miklar fyrir sér, sem röskvir karlmenn. Þótti honum
nú óvænlega áhorfast, er hann varð þess var, að
þær tóku að draga hann á leið að pytti einum, er
þar var skammt frá. Tókst þeim það, þótt erfitt
gengi. Hét önnur hin röskva Sigríður1), systir sýslu-
mannsins, en pytturinn var ekki víðari en svo, að
hann náði hælunum í annan bakkann og herðunum
í hinn, er þær ætluðu að koma honum ofan í. Stóð
1) Móðir Hallgríms Bachmanns læknis i Bjarnarhöfn.