Blanda - 01.01.1928, Side 123
ii7
nú allt saman fast. Varð þeim það þá að ráði, að
sú, sem var við annan handlegginn, fór ofan á hann
miðjan, og ætlaði með þeim hætti að sveigja hann
niður, en við það losnaði honum höndin, svo að
hann gat skotið henni, er ofan á honum lá, ofan
i pyttinn. Slepptu hinar þá og tökunum á honum,
og fóru að bjarga þeirri, er ofan i var komin, og
létti hann ekki fyrri, en hann hafði laugað þær all-
ar að vild sinni í pyttinum. Ekki treystust þær að
hefna á Stefáni; þó bar svo til litlu síðar, að hann
var að silungsveiði með húskörlum sýslumanns.
Veiddu þeir vel og báru veiðina heim til bæjar, á
afvikinn stað nokkum, því þeir vildu eigi láta griðk-
ur vita svo fljótt af henni. Skildu þeir þó einn mann-
inn eptir að gæta veiðinnar, en fóru inn að matast.
Þegar þeir komu út aptur, fundu þeir varðmann-
inn bundinn við stoð, en veiðina fundu þeir hvergi.
Höfðu þær leikið þetta, meðan þeir mötuðust, og
varð þá eigi aptur á þær leikiö. — Það var á einu
hausti, að Stefán fór lestaferð fyrir sýslumann, norð-
ur á Sléttu að sækja skreið. Hafði hann ungling
einn með sér. Lögðu þeir frá Ási í Kelduhverfi
upp á Reykjaheiði aptur til baka, þar sem kallaður
er Bláskógavegur. Er þar talin hálfönnur þingmanna-
leið á milli byggða. Var þykkt veður og rigning
nokkur, er þeir lögðu upp, e'n er fram á daginn kom,
tok að drífa veðrið. Komust þeir vestur á heiðina,
har sem kallaðar era Höfuðreiðar. Var þá kominn
hviðsnjór og frosthríð hin dimmasta, enda var þá
myrkt orðið af nótt. Treystist Stefán nú eigi lengra
að halda. Tóku þeir þá af hestunum og bundu þá
saman, en hlóðu böggunum í skjólgarð, og gengu
um gólf alla nóttina. Þótti Stefáni það verst, að
halda förunaut sínum vakandi, því jafnan vildi hann
leggja sig niður og sofa, en Stefán rak hann jafn-